Enski boltinn

Blackburn tilbúið að láta frá sér 3,6 milljarða fyrir Ronaldinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho er á mála hjá AC Milan.
Ronaldinho er á mála hjá AC Milan. Nordic Photos / AFP

Nýir eigendur Blackburn eru byrjaðir að láta til sín taka og hafa staðfest að félagið sé nú í viðræðum við Brasilíumanninn Ronaldinho.

Tilboð Blackburn mun vera þriggja ára samningur sem er 20 milljóna punda virði eða 3,6 milljarða króna.

Fyrirtækið Venky's á Blackburn og eiga fulltrúar fyrirtækisins í Brasilíu nú í viðræðum við umboðsmenn Ronaldinho.

Hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Gremio í heimalandinu en það er uppeldisfélag Ronaldinho.

„Hann er spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og ég held að það sé okkur í hag," sagði stjórnarformaður Venky's, Anuradha Desai.

Desai bætti því einnig við að félagið hafi reynt að fá David Beckham að láni frá LA Galaxy og að félagið sé opið fyrir honum hvenær sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×