Enski boltinn

Mörg félög á eftir Santa Cruz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roque Santa Cruz í leik með landsliði Paragvæ.
Roque Santa Cruz í leik með landsliði Paragvæ. Nordic Photos / AFP
Aston Villa, Fulham, Newcastle og Blackburn eru öll sögð vera áhugasöm um að fá Roque Santa Cruz til liðs við sig.

Santa Cruz er á mála hjá Manchester City en hefur lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu á leiktíðinni.

Afar líklegt er að hann verði seldur nú í mánuðinum en hann hefur einnig verið orðaður við lið á Ítalíu og í Þýskalandi. Enskir fjölmiðlar segja þó líklegt að hann verði áfram í Englandi.

City er sagt reiðubúið að selja Santa Cruz en útilokar ekki heldur að lána hann ef ekkert annað verður í boði.

Þó er það Santa Cruz sjálfur sem ákveður hvert hann fer og er talið að hann muni ákveða sig innan tveggja vikna, eftir því sem kemur fram í frétt á vef Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×