Fatarisinn H&M horfir til Íslands 4. janúar 2011 11:00 Koma H&M væri stórtíðindi fyrir tískuþyrsta Íslendinga enda hefur verslunin boðið upp á ódýran tískufatnað um allan heim. Áhuginn hjá H&M er mikill að mati þeirra sem tóku á móti sænsku sendinefndinni. NordicPhotos/Getty Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira