Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2011 19:14 Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira