Fótbolti

Fékk rautt fyrir að vera með pinna í kynfærum

Knattspyrnumaður í Ástralíu fékk á dögunum að líta rauða spjaldið hjá dómara í leik fyrir að vera með pinna eða samskonar grip í kynfærum.

Aaron Eccleston leikur með Old Hill Wanderers sem var að spila gegn varaliði Swinburne University. Hann fékk boltann í viðkvæman stað sem olli honum miklum sársauka. Ecclestone togaði þá niður buxurnar til að athuga hvort að allt væri á sínum stað og kom dómarinn auga á það.

Téður dómari dró hann þá til hliðar, lét hann sýna sér gripinn og gaf leikmanninum rautt spjald þegar hann neitaði að fjarlægja pinnann.

„Ég held að mamma verði ekkert sérstaklega ánægð með mig núna," skrifaði hann á Twitter-síðuna eftir að málið fór að vekja athygli í netheimum.

Félagið gaf svo út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið sætti sig við niðurstöðu dómarans, enda ákvarðanir hans í samræmi við knattspyrnulög. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×