Enski boltinn

Aguero biður Tevez um að vera áfram hjá City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tevez kemur hér inná fyrir Aguero í leik með City.
Tevez kemur hér inná fyrir Aguero í leik með City. Mynd. / Getty Images
Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, hefur biðlað til Carlos Tevez um að vera áfram í herbúðum félagsins, en Tezez hefur viljað fara frá City í allt sumar.

Félagskiptaglugginn lokar að miðnætti á miðvikudaginn og því fer hver að verða síðastur að krækja í þennan magnaða framherja.

Tevez vill ólmur komast frá klúbbnum og helst til félags sem er nær fjölskyldu sinni í Argentínu. Aguero hefur aftur á móti ekki gefið það upp á bátinn að sannfæra Argentínumanninn um að vera áfram hjá klúbbnum.

„Við eyðum miklum tíma saman og ræðum um allt milli himins og jarðar. Ég veit að hann er orðin nokkuð pirraður á þessum aðstæðum, en ég er viss um að við fáum tækifæri til þess að spila saman hér hjá City".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×