Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum 29. ágúst 2011 19:13 Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Þetta þýddi að vegurinn færi um Teigsskóg í Þorskafirði, sem landeigendur og náttúruverndarsamtök leggjast gegn. Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, sagðist í sumarbyrjun ætla að höggva á hnútinn í haust og því til undirbúnings hélt hann í dag þriðja samráðsfundinn í þessum mánuði með helstu málsaðilum. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, einfaldaði málið; svara þyrfti spurningum eins og hversu mikið við ættum að hugsa um fugla og tré, hversu mikið við ættum að hugsa um lífsmöguleika byggðarinnar og hversu mikið við ættum að hugsa um kostnað. Hægt væri að bjarga Vestfjörðum en það væri dýrt og væru menn tilbúnir til þess? Ef menn vildu bjarga byggðinni væri forgangsatriðið þetta: Að stytta leiðina sem mest. Og það munaði um hvern kílómetra sem hægt væri að stytta, sagði Þóroddur, og bætti við að þetta yrði að gera eins hratt og hægt væri, því menn hefðu ekkert langan tíma. Ráðherrann stefnir að niðurstöðu í september. Ögmundur kveðst þó hafa efasemdir um að allir verði sáttir með þá niðurstöðu. Það versta sé þó að hafa þetta í lausu lofti of lengi og því sé mikilvægt að fá niðurstöðu. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Þetta þýddi að vegurinn færi um Teigsskóg í Þorskafirði, sem landeigendur og náttúruverndarsamtök leggjast gegn. Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, sagðist í sumarbyrjun ætla að höggva á hnútinn í haust og því til undirbúnings hélt hann í dag þriðja samráðsfundinn í þessum mánuði með helstu málsaðilum. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, einfaldaði málið; svara þyrfti spurningum eins og hversu mikið við ættum að hugsa um fugla og tré, hversu mikið við ættum að hugsa um lífsmöguleika byggðarinnar og hversu mikið við ættum að hugsa um kostnað. Hægt væri að bjarga Vestfjörðum en það væri dýrt og væru menn tilbúnir til þess? Ef menn vildu bjarga byggðinni væri forgangsatriðið þetta: Að stytta leiðina sem mest. Og það munaði um hvern kílómetra sem hægt væri að stytta, sagði Þóroddur, og bætti við að þetta yrði að gera eins hratt og hægt væri, því menn hefðu ekkert langan tíma. Ráðherrann stefnir að niðurstöðu í september. Ögmundur kveðst þó hafa efasemdir um að allir verði sáttir með þá niðurstöðu. Það versta sé þó að hafa þetta í lausu lofti of lengi og því sé mikilvægt að fá niðurstöðu.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira