Fótbolti

Holloway: Blatter er kynþátta-, homma- og kvennahatari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Holloway er knattspyrnustjóri Blackpool í ensku B-deildinni.
Ian Holloway er knattspyrnustjóri Blackpool í ensku B-deildinni. Nordic Photos / Getty Images
Ian Holloway, knattspyrnustjóri Blackpool, er einn þeirra fjölmörgu sem hafa gagnrýnt Sepp Blatter, forseta FIFA fyrir ummælin umdeildu sem hann lét falla í vikunni.

Blatter sagði þá að kynþáttaníð væri ekki vandamál í knattspyrnunni og þau vandamál sem kæmu upp í knattspyrnuleikjum mætti leysa með handsali í lok leikja.

„Það er mín skoðun að Sepp Blatter sé og hafi verið kynþáttahatari, hommahatari og kvennahatari," skrifaði Hollway í pistil í enska dagblaðið The Mirror. „Hann hefur líka verið einræðisherra. Ég tel að FIFA sé rotið inn að kjarna."

„Ummælin hans bera ein og sér vott um að hann sé kynþáttahatari því hann skilur ekki hversu ljótur blettur svona talsmáti er á okkar samfélagi. Allt rétthugsandi fólk á að stuðla að því að slík hegðun verði ekki liðin."

„Þeir sem hafa stutt Blatter og haldið honum við völd verða að útskýra hvers vegna honum var leyft að leiða FIFA inn í 21. öldina með sjónarmið sem neyddi Bretland til þátttöku í heimsstyrjöld árið 1939."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×