Enski boltinn

Villas-Boas: Snýst ekkert um þolinmæði eigandans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andre Villas-Boas á hliðarlínunni í leiknum í dag.
Andre Villas-Boas á hliðarlínunni í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar spurðu Andre Villas-Boas út í stöðu hans sem þjálfara Chelsea eftir 2-1 tapið á heimavelli gegn Liverpool í dag. Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, hefur ekki haft mikla þolinmæði gagnvart knattspyrnusjtórum í gegnum tíðina en árangur Chelsea á leiktíðinni hefur valdið nokkrum vonbrigðum.

„Þetta snýst ekkert um þolinmæði eigandans. Ég hef áður sagt að við erum að byggja hlutina upp á nýtt hjá félaginu og félagið stendur á bak við framtíðaruppbygginguna,“ sagði Villas-Boas í viðtali við BBC.

Eftir tapið gegn Liverpool er Chelsea tólf stigum á eftir Manchester City sem er á toppi deildarinnar. Villas-Boas viðurkennir að ærið verkefni sé fyrir höndum að endurvekja titilvonir Lundúnarliðsins.

„Við þurfum að standa okkur gagnvart félaginu og framíðaráhorfum okkar en við höfum næg gæði til þess að vera samkeppnisfærir í öllum keppnum. Það er sjónarmið okkar í augnablikinu,“ sagði Villas-Boas.

Stjórar Chelsea í eigandatíð Romans Abramovich sem hófst í júlí 2003.

Claudio Ranieri, september 2000-Maí 2004

Jose Mourinho, júní 2004-september 2007

Avram Grant, september 2007-maí 2008

Luiz Felipe Scolari, júlí 2008-febrúar 2009

Guus Hiddink, febrúar-maí 2009

Carlo Ancelotti, júní 2009-maí 2011

Andre Villas-Boas, júní 2011-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×