Fótbolti

Knattspyrnumaður lést í leik í Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Varnarmaðurinn Bobsam Elejiko lést í gær í miðjum knattspyrnuleik með liði sínu, Merksem SC, í fimmtu efstu deild í Belgíu.

Elejiko var þrítugur Nígeríumaður og hné niður í miðjum leik. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur en dánarorsök liggur ekki fyrir.

Forráðamenn félagsins tilkynntu þetta í gær og hafa sent aðstandendum samúðarkveðjur. Elejiko hefur áður leikið með Westerlo og Antwerp á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×