KSÍ vill ekkert gefa upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2011 07:00 Ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti á Víkingsvöll í gær sem var ansi blautur eftir vætutíð. Þar á bæ höfðu menn áhyggjur enda á leikur að fara þar fram á mánudaginn næsta. Fréttablaðið/Stefán Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí. Fréttablaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hvað væri hægt að gera ef leikirnir geta ekki farið fram á réttum tíma. „Eina ákvörðunin sem er í gildi er að mótið hefjist 1. maí," segir hann og vill ekki segja hvort og þá hvaða varaáætlanir hafi verið gerðar. Samkvæmt veðurspám fyrir vikuna mun hlýna næstu dagana en suðlægar áttir verða með tilheyrandi úrskomu. Hvað verður gert ef vellirnir verða einfaldlega úrskurðaðir ónothæfir? „Þá munum við svara því þegar að því kemur. Við gerum ráð fyrir því að leikirnir fari fram – þannig er það bara núna," segir Birkir. Skipta Fylkismenn?Fylkismenn eiga heimaleik gegn Grindavík í Árbænum á mánudaginn og segir Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, að hann hafi viðrað þá hugmynd við Grindvíkinga að liðin skiptist á heimaleikjum og að leikurinn fari fram í Grindavík. Það sé þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Fylkir er eitt þriggja félaga sem eru með óupphitaða velli en á heimaleik í fyrstu umferð. Hin eru ÍBV og Víkingur. „Það sem þarf fyrst og fremst til er smá sól og hiti," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „En það er erfitt að segja til um þetta. Það lítur út fyrir að það verði áfram blautt. Völlurinn lítur ágætlega út en ég tel að það þurfi meira til." Bleytan fer illa með vellinaHelsta áhyggjuefnið er hversu blaut tíðin hefur verið og ekki er útlit fyrir að það muni skána í vikunni. Vellirnir eru blautir og verði spilað á þeim þannig fara þeir illa á því, hvort sem þeir eru upphitaðir eða ekki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir koma til greina að gefa þeim völlum sem þess þurfa nokkra daga til viðbótar og fresta þá leikjum í fyrstu umferðinni um nokkra daga – eða lengra fram á sumarið. Á endanum er það í höndum vallarstjóranna að taka ákvörðun um hvort hægt sé að spila á viðkomandi velli. Ef þeir úrskurða þá óhæfa þá verður að finna aðrar lausnir. Breiðablik, Valur og Keflavík eiga einnig leik á heimavelli í fyrstu umferð en eru með upphitaða velli. Það er þó engin töfralausn, þó svo að ástand vallanna sé vissulega betra en á þeim óupphituðu. „Ef það verður blautt alveg fram að leik má gera ráð fyrir því að völlurinn fari illa út úr því að láta spila á honum. Það er mikið álag á vellinum enda nota völlinn bæði kvennalið Breiðabliks og 1. deildarlið HK," segir Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Völlurinn okkar er gamall og hefur stundum verið slæmur að hausti. Það væri því enn verra að vera með slæman völl strax frá fyrsta leik að þeim síðasta. Ég hef áhyggjur af því ef völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir 1. maí," bætir Einar við. Kærkomin hvíld í júníBreiðablik mætir KR í opnunarleik mótsins á sunnudagskvöldið –miðað við núverandi áætlun. Hlé verður gert á keppni í Pepsi-deildinni í júní vegna þátttöku íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Þá fá vellirnir kærkomna hvíld, þó svo að einhverjir þeirra verði notaðir af annaðhvort meistaraflokki kvenna eða öðrum liðum. Alls er ráðgert að sex umferðir fari fram í maí og er mismikið álag á völlunum. Athygli vekur að einna minnst álag er á Stjörnuvelli – þeim eina í deildinni sem er með gervigras. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí. Fréttablaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hvað væri hægt að gera ef leikirnir geta ekki farið fram á réttum tíma. „Eina ákvörðunin sem er í gildi er að mótið hefjist 1. maí," segir hann og vill ekki segja hvort og þá hvaða varaáætlanir hafi verið gerðar. Samkvæmt veðurspám fyrir vikuna mun hlýna næstu dagana en suðlægar áttir verða með tilheyrandi úrskomu. Hvað verður gert ef vellirnir verða einfaldlega úrskurðaðir ónothæfir? „Þá munum við svara því þegar að því kemur. Við gerum ráð fyrir því að leikirnir fari fram – þannig er það bara núna," segir Birkir. Skipta Fylkismenn?Fylkismenn eiga heimaleik gegn Grindavík í Árbænum á mánudaginn og segir Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, að hann hafi viðrað þá hugmynd við Grindvíkinga að liðin skiptist á heimaleikjum og að leikurinn fari fram í Grindavík. Það sé þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Fylkir er eitt þriggja félaga sem eru með óupphitaða velli en á heimaleik í fyrstu umferð. Hin eru ÍBV og Víkingur. „Það sem þarf fyrst og fremst til er smá sól og hiti," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „En það er erfitt að segja til um þetta. Það lítur út fyrir að það verði áfram blautt. Völlurinn lítur ágætlega út en ég tel að það þurfi meira til." Bleytan fer illa með vellinaHelsta áhyggjuefnið er hversu blaut tíðin hefur verið og ekki er útlit fyrir að það muni skána í vikunni. Vellirnir eru blautir og verði spilað á þeim þannig fara þeir illa á því, hvort sem þeir eru upphitaðir eða ekki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir koma til greina að gefa þeim völlum sem þess þurfa nokkra daga til viðbótar og fresta þá leikjum í fyrstu umferðinni um nokkra daga – eða lengra fram á sumarið. Á endanum er það í höndum vallarstjóranna að taka ákvörðun um hvort hægt sé að spila á viðkomandi velli. Ef þeir úrskurða þá óhæfa þá verður að finna aðrar lausnir. Breiðablik, Valur og Keflavík eiga einnig leik á heimavelli í fyrstu umferð en eru með upphitaða velli. Það er þó engin töfralausn, þó svo að ástand vallanna sé vissulega betra en á þeim óupphituðu. „Ef það verður blautt alveg fram að leik má gera ráð fyrir því að völlurinn fari illa út úr því að láta spila á honum. Það er mikið álag á vellinum enda nota völlinn bæði kvennalið Breiðabliks og 1. deildarlið HK," segir Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Völlurinn okkar er gamall og hefur stundum verið slæmur að hausti. Það væri því enn verra að vera með slæman völl strax frá fyrsta leik að þeim síðasta. Ég hef áhyggjur af því ef völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir 1. maí," bætir Einar við. Kærkomin hvíld í júníBreiðablik mætir KR í opnunarleik mótsins á sunnudagskvöldið –miðað við núverandi áætlun. Hlé verður gert á keppni í Pepsi-deildinni í júní vegna þátttöku íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Þá fá vellirnir kærkomna hvíld, þó svo að einhverjir þeirra verði notaðir af annaðhvort meistaraflokki kvenna eða öðrum liðum. Alls er ráðgert að sex umferðir fari fram í maí og er mismikið álag á völlunum. Athygli vekur að einna minnst álag er á Stjörnuvelli – þeim eina í deildinni sem er með gervigras.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira