Enski boltinn

Torres sendir öðrum félögum viðvörun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Chelsea.
Fernando Torres í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres, leikmaður Chelsea, segir að liðið ætli sér stóra hluti á komandi leiktíð og að önnur félög þurfi að hafa áhyggjur af því.

Chelsea hefur unnið alla fimm leiki sína á undirbúningstímabilinu sínu til þessu - skorað tólf mörk og fengið ekkert á sig. Andre Villas-Boas tók við liðinu fyrir tímabilið og allt stefnir í að hann muni slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

„Við erum í frábæru líkamlegu gormi, höfum unnið alla þá leiki sem við höfum spilað og það eru aðeins tvær vikur í að tímabilið hefjist,“ sagði Torres við enska fjölmiðla.

„Stjórinn hefur gefið öllum leikmönnum tækifæri til að spila og okkur finnst öllum að við séum hluti af liðinu. Það er mikilvægt.“

Chelsea mætir Rangers í æfingaleik á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×