Enski boltinn

Enn að jafna okkur á brotthvarfi Coyle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coyle er hér með Arsene Wenger, stjóra Arsenal.
Coyle er hér með Arsene Wenger, stjóra Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Barry Kilby, stjórnarformaður enska B-deildarfélagsins Burnley, segir að félagið sé enn að jafna sig á því að hafa misst knattspyrnustjórann Owen Coyle í janúar árið 2010.

Coyle náði góðum árangri með Burnley og kom félaginu upp í ensku úrvalsdeildina vorið 2009. Liðinu gekk ágætlega í upphafi næsta tímabils en Coyle ákvað um mitt tímabil að taka tilboði Bolton eftir að Gary Megson var rekinn frá félaginu.

Burnley fékk Brian Laws til að stýra liðinu en honum tókst ekki að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Liðinu tókst svo ekki að komast í umspilið í B-deildinni á síðustu leiktíð undir stjórn Eddie Howe.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið áfall það getur verið að missa bæði knattspyrnustjórann og hans þjálfaralið,“ sagði Kilby við enska fjölmiðla. „Við vorum á miðju tímabili sem var okkar fyrsta í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem að félagaskiptaglugginn var opinn. Þetta reyndist félaginu afar erfitt og við erum enn að jafna okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×