Fótbolti

Tevez og Messi verða í framlínunni hjá Argentínu

Carlos Tevez verður í fremstu víglínu með Lionel Messi sér við hlið þegar Argentínumenn mæta Bólivíu í opnunarleik Copa America sem fram fer í kvöld.
Carlos Tevez verður í fremstu víglínu með Lionel Messi sér við hlið þegar Argentínumenn mæta Bólivíu í opnunarleik Copa America sem fram fer í kvöld. AFP
Carlos Tevez verður í fremstu víglínu með Lionel Messi sér við hlið þegar Argentínumenn mæta Bólivíu í opnunarleik Copa America sem fram fer í kvöld. Sergio Batista þjálfari Argentínu segir að hann hafi tekið þessa ákvörðun til þess að efla Messi enn frekar. Argentína hefur ekki fagnað sigri í þessari keppni frá árinu 1993.

Sergio Batista hafði ekki mikið traust til Tevez fyrir mánuði síðan þegar hann valdi hann ekki í leikmannahópinn fyrir keppnina.  Það breyttist eftir „sáttafund“ þar sem málin voru rædd og vandamálunum ýtt til hliðar. Batista segir að Tevez hafi sýnt frábær tilþrif á æfingum liðsins.

„Carlos verður í liðinu þar sem hann og Lionel Messi ná betur saman en aðrir,“ sagði Batista en hann setur Angel Di Maria á varamannabekkinn. „Lionel verður að hafa gaman af því sem hann er að gera. Hann er frábær leikmaður, sá besti í heiminum, og við verðum að nýta okkur þann styrk og vinna þessa keppni,“ bætti Batista við.

Byrjunarlið Argentínu: 4-3-3): Sergio Romero; Javier Zanetti, Nicolas Burdisso, Gabriel Milito, Marcos Rojo; Ever Banega, Javier Mascherano, Esteban Cambiasso; Ezequiel Lavezzi, Lionel Messi, Carlos Tevez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×