Fótbolti

Gomes farinn til Braga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomes fagnar með Benfica.
Gomes fagnar með Benfica.
Portúgalski framherjinn Nuno Gomes er farinn til Braga í heimalandinu frá Benfica þar sem samningur hans var útrunninn.

"Þetta er eins og fyrsti dagurinn í skóla. Ég ákvað að fara til Braga því félagið er á mikilli uppleið," sagði Gomes er hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins.

Þessi 34 ára gamli framherji hefur skorað 29 mörk í 77 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann for mikinn á EM árið 2000 þar sem hann skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal sem komst í undanúrslit keppninnar.

Eftir það varð hann gríðarlega eftirsóttur en hann ákvað að ganga í raðir ítalska félagsins Fiorentina.

Hann fékk lítið að spila með Benfica í fyrra en skoraði samt fimm mörk í sjö leikjum fyrir liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×