Jamie O'Hara er farinn frá Tottenham til Wolves út tímabilið að láni. Þessi 24 ára leikmaður hefur lítið komið við sögu í liði Tottenham í vetur og fær því tækifæri til að spreyta sig í ensku deildinni með Wolves.
Hann lék með Portsmouth á síðustu leiktíð á láni og þótti þá leika mjög vel. West Ham var einnig sagt á eftir starfskröftum O'Hara en hann endaði hjá Wolves sem er í harðri fallbaráttu í ensku deildinni.
Búast má við að O'Hara verði í leikmannahópi Wolves gegn Bolton á miðvikudag.