Enn fremur að vera í stuði yfir dagana fjóra," segir í sérstökum „stuðsamningi" milli skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar, sem skrifað var undir á Ísafjarðarflugvelli á þriðjudag.

Um þrjátíu atriði verða í boði á hátíðinni í ár og segir Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri áhuga tónlistarfólks á hátíðinni vera forréttindi. Til marks um það hafi hann neyðst til að hafna um 120 atriðum sem vildu koma fram.
Meðal atriða í ár má nefna Pál Óskar, Nýdönsk, FM Belfast, Bjartmar og Bergrisana, Klassart, Lifun, Valdimar og Grafík, að ógleymdum Mugison, einum skipuleggjenda hátíðarinnar. Þá mætir ísfirska kvennasveitin Sokkabandið til leiks eftir áralangt hlé.- kg