Fjórir dómarar við Hæstarétt vanhæfir 10. febrúar 2011 12:30 Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson Landsdómur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson
Landsdómur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira