Fótbolti

Félag sektar eigin leikmann fyrir leikaraskap

Það er víða bannað að dýfa sér í Ástralíu.
Það er víða bannað að dýfa sér í Ástralíu.
Það er óhætt að segja að ástralska félagið FC Sydney fari fram með góðu fordæmi en það hefur nú sektað einn af leikmönnum liðsins fyrir leikaraskap.

Það var varnarmaðurinn Shannon Cole sem lét sig falla í teignum eftir að afar lítil snerting hafði átt sér stað. Cole viðurkenndi að snertingin hefði verið lítil og að hann hefði ekki átt að láta sig falla.

Félagið ákvað engu að síður að sekta leikmanninn þar sem það er ein af reglum liðsins að menn megi ekki vera með leikaraskap. Eru engar undantekningar frá þeirri reglu en það hlýtur að vera einstakt að félag hafi slíkar agareglur.

Svo sannarlega til fyrirmyndar hjá félaginu á tímum þar sem umræðan um að leikaraskapur sé einungis hluti af leiknum er enn við lýði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×