Yfirvöld brjóta gegn réttindum Jóels 12. janúar 2011 22:20 Sigurður Kári segir mál Jóels óskiljanlegt. Ljóst sé að ð innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess séu að brjóta gegn réttindum drengsins „Ég skil ekki hvers vegna innanríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar er ekki búið að gefa út vegabréf fyrir drenginn svo hann geti snúið heim til Íslands," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Þingmaðurinn segir alla sjá hversu fráleitt það sé af íslenskum stjórnvöldum að þverskallast við að gefa út vegabréf fyrir Jóel í ljósi þeirra réttinda sem stjórnarskráin eigi að tryggja honum eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Hjónin Helga Sveinsdóttir og Einar Þór Færseth eignuðust Jóel á síðasta ári með aðstoð indverskrar staðgöngumóður. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi og því hefur fjölskyldan verið föst í Indlandi í um þrjá mánuði. Alþingi veitti Jóel ríkisborgararétt skömmu fyrir jól en þrátt fyrir það fær hann ekki vegabréf. Íslensk yfirvöld líta nefnilega svo á að konan sem ól Jóel og eignmaður hennar séu foreldrar hans hvað sem líður samningum um annað.Jóel Færseth Einarsson var getinn með tæknifrjóvgun og alinn af indverskri staðgöngumóður. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir það fær Jóel ekki vegabréf.Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær segir að unnið hafi verið að því, í samvinnu við indversk stjórnvöld, að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins. Í pistli á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári málið óskiljanlegt. „Það hlýtur að koma til skoðunar síðar hvaða afleiðingar þetta sinnuleysi og þessi þvermóðska íslenskra stjórnvalda í garð drengsins kann að hafa í framtíðinni fyrir íslenska ríkið. Því augljóst er að innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eru að brjóta gegn réttindum drengsins." Tengdar fréttir Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17 Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34 Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00 „Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Ég skil ekki hvers vegna innanríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar er ekki búið að gefa út vegabréf fyrir drenginn svo hann geti snúið heim til Íslands," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Þingmaðurinn segir alla sjá hversu fráleitt það sé af íslenskum stjórnvöldum að þverskallast við að gefa út vegabréf fyrir Jóel í ljósi þeirra réttinda sem stjórnarskráin eigi að tryggja honum eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Hjónin Helga Sveinsdóttir og Einar Þór Færseth eignuðust Jóel á síðasta ári með aðstoð indverskrar staðgöngumóður. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi og því hefur fjölskyldan verið föst í Indlandi í um þrjá mánuði. Alþingi veitti Jóel ríkisborgararétt skömmu fyrir jól en þrátt fyrir það fær hann ekki vegabréf. Íslensk yfirvöld líta nefnilega svo á að konan sem ól Jóel og eignmaður hennar séu foreldrar hans hvað sem líður samningum um annað.Jóel Færseth Einarsson var getinn með tæknifrjóvgun og alinn af indverskri staðgöngumóður. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir það fær Jóel ekki vegabréf.Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær segir að unnið hafi verið að því, í samvinnu við indversk stjórnvöld, að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins. Í pistli á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári málið óskiljanlegt. „Það hlýtur að koma til skoðunar síðar hvaða afleiðingar þetta sinnuleysi og þessi þvermóðska íslenskra stjórnvalda í garð drengsins kann að hafa í framtíðinni fyrir íslenska ríkið. Því augljóst er að innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eru að brjóta gegn réttindum drengsins."
Tengdar fréttir Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17 Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34 Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00 „Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17
Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34
Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00
„Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23