Yfirvöld brjóta gegn réttindum Jóels 12. janúar 2011 22:20 Sigurður Kári segir mál Jóels óskiljanlegt. Ljóst sé að ð innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess séu að brjóta gegn réttindum drengsins „Ég skil ekki hvers vegna innanríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar er ekki búið að gefa út vegabréf fyrir drenginn svo hann geti snúið heim til Íslands," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Þingmaðurinn segir alla sjá hversu fráleitt það sé af íslenskum stjórnvöldum að þverskallast við að gefa út vegabréf fyrir Jóel í ljósi þeirra réttinda sem stjórnarskráin eigi að tryggja honum eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Hjónin Helga Sveinsdóttir og Einar Þór Færseth eignuðust Jóel á síðasta ári með aðstoð indverskrar staðgöngumóður. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi og því hefur fjölskyldan verið föst í Indlandi í um þrjá mánuði. Alþingi veitti Jóel ríkisborgararétt skömmu fyrir jól en þrátt fyrir það fær hann ekki vegabréf. Íslensk yfirvöld líta nefnilega svo á að konan sem ól Jóel og eignmaður hennar séu foreldrar hans hvað sem líður samningum um annað.Jóel Færseth Einarsson var getinn með tæknifrjóvgun og alinn af indverskri staðgöngumóður. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir það fær Jóel ekki vegabréf.Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær segir að unnið hafi verið að því, í samvinnu við indversk stjórnvöld, að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins. Í pistli á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári málið óskiljanlegt. „Það hlýtur að koma til skoðunar síðar hvaða afleiðingar þetta sinnuleysi og þessi þvermóðska íslenskra stjórnvalda í garð drengsins kann að hafa í framtíðinni fyrir íslenska ríkið. Því augljóst er að innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eru að brjóta gegn réttindum drengsins." Tengdar fréttir Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17 Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34 Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00 „Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Ég skil ekki hvers vegna innanríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar er ekki búið að gefa út vegabréf fyrir drenginn svo hann geti snúið heim til Íslands," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Þingmaðurinn segir alla sjá hversu fráleitt það sé af íslenskum stjórnvöldum að þverskallast við að gefa út vegabréf fyrir Jóel í ljósi þeirra réttinda sem stjórnarskráin eigi að tryggja honum eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Hjónin Helga Sveinsdóttir og Einar Þór Færseth eignuðust Jóel á síðasta ári með aðstoð indverskrar staðgöngumóður. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi og því hefur fjölskyldan verið föst í Indlandi í um þrjá mánuði. Alþingi veitti Jóel ríkisborgararétt skömmu fyrir jól en þrátt fyrir það fær hann ekki vegabréf. Íslensk yfirvöld líta nefnilega svo á að konan sem ól Jóel og eignmaður hennar séu foreldrar hans hvað sem líður samningum um annað.Jóel Færseth Einarsson var getinn með tæknifrjóvgun og alinn af indverskri staðgöngumóður. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir það fær Jóel ekki vegabréf.Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær segir að unnið hafi verið að því, í samvinnu við indversk stjórnvöld, að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins. Í pistli á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári málið óskiljanlegt. „Það hlýtur að koma til skoðunar síðar hvaða afleiðingar þetta sinnuleysi og þessi þvermóðska íslenskra stjórnvalda í garð drengsins kann að hafa í framtíðinni fyrir íslenska ríkið. Því augljóst er að innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eru að brjóta gegn réttindum drengsins."
Tengdar fréttir Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17 Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34 Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00 „Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17
Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34
Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00
„Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23