Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis 12. janúar 2011 07:00 jóel færseth einarsson Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent