Enski boltinn

Craig Bellamy handtekinn grunaður um líkamsárás

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Velski knattspyrnumaðurinn Craig Bellamy er enn á ný kominn í vandræði því hann var handtekinn í dag grunaður um líkamsárás snemma á sunnudagsmorguninn. Tveir menn enduðu á sjúkrahúsi eftir samskipti við Bellamy sem er mikill skaphundur.

Lögreglan í Suður-Wales sagði að hinn 31 árs gamli Bellamy hafi verið látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa gefið lögreglunni skýrslu af því sem gerðist. Árásin átti sér stað í miðbæ Cardiff og fórnarlömbin, 20 ára og 26 ára, þurftu að leita sér læknisaðstoðar vegna áverka í andliti.

Bellamy er á láni hjá velska liðinu Cardiff en hann er enn í eigu Manchester City. Bellamy kom þangað í ágúst en hann er fæddur í Cardiff. Áður hafði hann leikið fyrir Liverpool, Celtic, Newcastle og Blackburn en hann er oft fljótur að koma sér í vandræði þrátt fyrir mikla hæfileika inn á fótboltavellinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×