Rýr uppskera Real í tíð Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2011 07:30 Lionel Messi sést hér skora á móti Real Madrid án þess að þeir Iker Casillas eða Cristiano Ronaldo geti nokkuð gert til að stoppa argentínska snillinginn. Leikurinn hefst klukkan 21.00 í kvöld.nordicphotos/getty Já, það er komið að því. Leikur Real Madrid og Barcelona fer fram í kvöld og það er nokkuð ljóst að það eru ekki margir knattspyrnuáhugamenn sem geta staðist freistinguna að sjá tvö bestu lið heims mætast í leik þar sem koma saman fjölmargir frábærir fótboltaleikmenn, tveir stórbrotnir stjórar og einstakur rígur sem virðist bara magnast með hverri orustu. Ekki dregur úr spennunni hvernig síðasti leikur liðanna endaði en honum lauk á hópslagsmálum í uppbótartíma í seinni leik þeirra í spænska súperbikarnum. Liðin buðu upp á fimm mörk og frábæran fótbolta í 90 mínútur og allt varð síðan vitlaust eftir ruddatæklingu Real-mannsins Marcelo á Cesc Fabregas hjá Barcelona. Enginn gekk þó lengra en José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sem gekk rólega upp að aðstoðarmanni Pep Guardiola og potaði í auga hans. „El dedo de Mou“ eða „Fingurinn hans Mourinho“ á íslenskri tungu er orðinn hluti að sögu félaganna tveggja sem hafa barist um yfirráðin í spænska fótboltanum svo lengi sem menn muna eftir sér. Þeir bestu mætastAugu flestra verða örugglega á þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa skorað yfir hundrað mörk samanlagt á þessu ári sem er að líða og eru að flestra mati tveir bestu knattspyrnumenn heims. Það hefur þó ekki verið sami glans yfir leik þeirra í El Clasico. Lionel Messi hefur skorað 13 mörk í 15 leikjum á móti Real en Ronaldo hefur „aðeins“ skorað 3 mörk í 9 leikjum á móti Barcelona. Eitt þeirra var reyndar sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum í apríl. Sá leikur er einstakur síðan Mourinho mætti á Bernabéu. Þetta er eini leikurinn sem Real hefur unnið undir hans stjórn á móti Barca og eini leikurinn sem liðið hefur náð að halda hreinu á móti Börsungum á sama tímabili. Það er reyndar hægt að líta svo á að það hafi verið ein samfelld sigurganga hjá Barcelona síðan Guardiola tók við en meðal annars hefur Barca unnið 7 af 11 El Clasico leikjum frá því að Guardiola settist í bílstjórasætið. Það sem gerir þennan leik í kvöld aftur á móti enn athyglisverðari er frábært gengi Real Madrid að undanförnu annars vegar og slakt gengi Barcelona á útivelli hins vegar. Real Madrid hefur unnið tíu deildarleiki í röð og alls fimmtán leiki í röð í öllum keppnum. Börsungar hafa að sama skapi aðeins unnið 2 af 6 útileikjum sínum í spænsku deildinni. Tölfræðin skiptir engu„Það er rétt að Madridar-liðið er í góðum gír. Þeir eru betri en áður en það þýðir samt ekkert. Clasico-leikirnir hafa ekkert með tölfræði að gera og það getur allt gerst í þessum leikjum,“ sagði Xavi sem mun spila sinn 600. leik fyrir Börsunga í kvöld. José Mourinho ætti samt að hafa allt til alls til að sýna að forskot Börsunga síðustu ár sé nú gufað upp. Real-liðið er með þriggja stiga forskot og hefur leikið sér að flestum mótherjum sínum í sigurgöngunni að undanförnu. Nú er tíminn til að hefna fyrir tapið í Meistaradeildinni í fyrra og það þarf jafnframt að eyða út minningunni um 5-0 marka skellinn fyrir ári. Erum betri en í fyrra„Maður veit aldrei í fótboltanum því það kemur alltaf eitthvað á óvart. Við erum samt með meira sjálfstraust núna og við erum betra lið en við vorum í fyrra,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurinn á Ajax í vikunni en hann skrópaði á blaðamannafund í gær. Eitt er morgunljóst. Barcelona má helst ekki tapa í kvöld ætli þeir sér að vinna titilinn fjórða árið í röð. Real nær sex stiga forystu með sigri auk þess að eiga leik inni á Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Já, það er komið að því. Leikur Real Madrid og Barcelona fer fram í kvöld og það er nokkuð ljóst að það eru ekki margir knattspyrnuáhugamenn sem geta staðist freistinguna að sjá tvö bestu lið heims mætast í leik þar sem koma saman fjölmargir frábærir fótboltaleikmenn, tveir stórbrotnir stjórar og einstakur rígur sem virðist bara magnast með hverri orustu. Ekki dregur úr spennunni hvernig síðasti leikur liðanna endaði en honum lauk á hópslagsmálum í uppbótartíma í seinni leik þeirra í spænska súperbikarnum. Liðin buðu upp á fimm mörk og frábæran fótbolta í 90 mínútur og allt varð síðan vitlaust eftir ruddatæklingu Real-mannsins Marcelo á Cesc Fabregas hjá Barcelona. Enginn gekk þó lengra en José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sem gekk rólega upp að aðstoðarmanni Pep Guardiola og potaði í auga hans. „El dedo de Mou“ eða „Fingurinn hans Mourinho“ á íslenskri tungu er orðinn hluti að sögu félaganna tveggja sem hafa barist um yfirráðin í spænska fótboltanum svo lengi sem menn muna eftir sér. Þeir bestu mætastAugu flestra verða örugglega á þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa skorað yfir hundrað mörk samanlagt á þessu ári sem er að líða og eru að flestra mati tveir bestu knattspyrnumenn heims. Það hefur þó ekki verið sami glans yfir leik þeirra í El Clasico. Lionel Messi hefur skorað 13 mörk í 15 leikjum á móti Real en Ronaldo hefur „aðeins“ skorað 3 mörk í 9 leikjum á móti Barcelona. Eitt þeirra var reyndar sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum í apríl. Sá leikur er einstakur síðan Mourinho mætti á Bernabéu. Þetta er eini leikurinn sem Real hefur unnið undir hans stjórn á móti Barca og eini leikurinn sem liðið hefur náð að halda hreinu á móti Börsungum á sama tímabili. Það er reyndar hægt að líta svo á að það hafi verið ein samfelld sigurganga hjá Barcelona síðan Guardiola tók við en meðal annars hefur Barca unnið 7 af 11 El Clasico leikjum frá því að Guardiola settist í bílstjórasætið. Það sem gerir þennan leik í kvöld aftur á móti enn athyglisverðari er frábært gengi Real Madrid að undanförnu annars vegar og slakt gengi Barcelona á útivelli hins vegar. Real Madrid hefur unnið tíu deildarleiki í röð og alls fimmtán leiki í röð í öllum keppnum. Börsungar hafa að sama skapi aðeins unnið 2 af 6 útileikjum sínum í spænsku deildinni. Tölfræðin skiptir engu„Það er rétt að Madridar-liðið er í góðum gír. Þeir eru betri en áður en það þýðir samt ekkert. Clasico-leikirnir hafa ekkert með tölfræði að gera og það getur allt gerst í þessum leikjum,“ sagði Xavi sem mun spila sinn 600. leik fyrir Börsunga í kvöld. José Mourinho ætti samt að hafa allt til alls til að sýna að forskot Börsunga síðustu ár sé nú gufað upp. Real-liðið er með þriggja stiga forskot og hefur leikið sér að flestum mótherjum sínum í sigurgöngunni að undanförnu. Nú er tíminn til að hefna fyrir tapið í Meistaradeildinni í fyrra og það þarf jafnframt að eyða út minningunni um 5-0 marka skellinn fyrir ári. Erum betri en í fyrra„Maður veit aldrei í fótboltanum því það kemur alltaf eitthvað á óvart. Við erum samt með meira sjálfstraust núna og við erum betra lið en við vorum í fyrra,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurinn á Ajax í vikunni en hann skrópaði á blaðamannafund í gær. Eitt er morgunljóst. Barcelona má helst ekki tapa í kvöld ætli þeir sér að vinna titilinn fjórða árið í röð. Real nær sex stiga forystu með sigri auk þess að eiga leik inni á Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira