Enski boltinn

Enginn Íslendingur spilaði á Englandi í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson
Grétar Rafn Steinsson Mynd/Vilhelm
Enginn Íslendingur kom við sögu í enska boltanum í en Ísland á fulltrúa í þremur efstu deildunum á Englandi.

Grétar Rafn Steinsson var á meðal varamanna Bolton sem tapaði fyrir Aston Villa á heimavelli, 2-1. Heiðar Helguson var meiddur og spilaði ekki með QPR sem tapaði fyrir Liverpool á Anfield, 1-0.

Í ensku B-deildinni spilaði Aron Einar Gunnarsson ekki með Cardiff þar sem hann varð fyrir smávægilegum meiðslum í leik Cardiff gegn Birmingham fyrir tæpri viku síðan. Cardiff gerði í dag markalaust jafntefli við Millwall.

Hermann Hreiðarsson er sem fyrr frá vegna meiðsla en lið hans, Portmouth, vann Burnley 1-0. Brynjar Björn Gunnarsson er ekki heldur í leikmannahópi Reading sem vann góðan 3-0 sigur á West Ham.

Ipswich, lið Ívars Ingimarssonar, mætir Barnsley síðar í dag en Ívar nefbrotnaði á æfingu fyrr í vikunni og verður ekki með liðinu.

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Huddersfield sem tapaði fyrir Bournemouth, 1-0, í ensku C-deildinni í dag.

Semsagt - enginn Íslendingur spilaði í enska boltanum í þessa helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×