United svaraði gagnrýninni | allt um leiki dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2011 00:01 Wayne Rooney og félagar fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester United sendi skýr skilaboð í dag með öruggum 4-1 sigri á Wolves en sjö leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool og Arsenal unnu einnig góða sigra og nýliðar Swansea og Norwich halda áfram að gera það gott. Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum er hann tryggði Arsenal 1-0 sigur á Everton á 125 ára afmælishátíð Arsenal. Luis Suarez skoraði sitt fyrsta mark í átta leikjum þegar hann tryggði Liverpool sigur á QPR, 1-0, en Heiðar Helguson lék ekki með síðarnefnda félaginu vegna meiðsla. Wayne Rooney og Nani sáu um að skora mörkin fjögur fyrir Manchester United sem kom sér aftur á beinu brautina eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni eftir neyðarlegt tap fyrir Basel í Sviss. Swansea og Norwich unnu góða sigra í dag. Swansea vann Fulham, 2-0, þar sem markvörðurinn Michael Vorm fór á kostum og þá vann Norwich lið Newcastle örugglega, 4-2. Newcastle hefur því ekki unnið í fjórum deildarleikjum í röð og er dottið niður í sjöunda sæti deildarinnar. Aston Villa hafði betur gegn Bolton, 2-1, og skildi þar með Grétar Rafn Steinsson og félaga eftir í botnsæti deildarinnar. Grétar Rafn sat allan leikinn á varamannabekk Bolton. Wigan var í botnsætinu fyrir leiki dagsins en vann öflugan sigur á West Brom, 2-1, eftir að hafa lent marki undir. Hér fyrir neðan má lesa allt um leiki dagsins: Liverpool - QPR 1-0Suarez skoraði loksins í dag. Hér fagnar hann með Stewart Downing.1-0 Luis Suarez (47.) Heiðar Helguson var ekki með QPR í dag vegna meiðsla en ákvörðunin um að hvíla hann í dag var tekin skömmu fyrir leik. Tommy Smith byrjaði í framlínunni í hans stað. Maxi Rodriguez var í byrjunarliði Liverpool, sem og þeir Dirk Kuyt og Stewart Downing en enginn þeirra var í byrjunarliði liðsins gegn Fulham á mánudaginn. Craig Bellamy og Dirk Kuyt voru settir á bekkinn og Jay Spearing tók út leikbann. Liverpool var sterkari aðilinn í upphafi leiksins og Luiz Suarez komst nálægt því að skora á tíundu mínútu þegar hann skallaði beint á Radek Cerny í marki QPR. Heimamenn fengur margar hornspyrnur í upphafi leiksins og voru mikið með boltann, án þess þó að hafa skapað sér mörg dauðafæri. Suarez fékk þó fínt færi á 42. mínútu. Cerny varði fyrst frá honum en Suarez fékk boltann í erfiðri stöðu. Hann ákvað þó að láta vaða úr þröngu færi í stað þess að gefa á liðsfélaga sinn en skot hans var hátt, hátt yfir mark QPR. Seinni hálfleikur byrjaði þó vel fyrir Suarez og félaga. Hann var skilinn eftir dauðafrír fyrir framan mark QPR þegar að Charlie Adam gaf boltann fyrir frá vinstri. Suarez skallaði knöttinn örugglega í netið og kom sínum mönnum yfir. Enn héldu heimamenn áfram að sækja og á 61. mínútu átti Suarez góða fyrirgjöf fyrir markið á Maxi sem skaut föstu skoti að marki af stuttu færi. Cerny varði hins vegar vel frá honum. Cerny var svo aftur á ferðinni þegar að Maxi Rodriguez var kominn einn inn fyrir vörn gestanna. Cerny gerði þó vel og varði skot Maxi vel. QPR komst ekki nálægt því að ógna forystu heimamanna eftir þetta og Liverpool komst nálægt því að skora í uppbótartíma en Shaun Wright-Phillips var næstum búinn að stýra knettinum í eigið net eftir fyrirgjöf varamannsins Bellamy. Boltinn hafnaði þó í slánni. Með sigrinum komst Liverpool upp í sjötta sæti deildarinnar og er nú með 26 stig, tveimur á eftir Chelsea í fimmta sætinu. QPR er í þrettánda sætinu með sextán stig. Manchester United - Wolves 4-1Rooney skoraði tvö í dag.1-0 Nani (17.) 2-0 Wayne Rooney (28.) 2-1 Steven Fletcher (46.) 3-1 Nani (55.) 4-1 Wayne Rooney (61.) Nemanja Vidic spilar ekki meira á leiktíðinni vegna meiðsla en hann meiddist í leik liðsins gegn Basel sem United tapaði og féll þar með úr leik í Meistaradeild Evrópu. Þar að auki gerði Alex Ferguson, stjóri United, þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Basel. Ryan Giggs, Ashley Young og Park Ji-sung var fórnað en Antonio Valencia og Michael Carrick voru báðir í byrjunarliðinu. Ferguson ákvað að halda Phil Jones á miðjunni þrátt fyrir að Vidic væri meiddur og treysta frekar á Jonny Evans í vörninni. United byrjaði miklu betur í leiknum og uppskar mark á sautjándu mínútum. Nani fékk boltann eftir stutta hornspyrnu, keyrði inn í teig og lét skotið vaða. Boltinn hafnaði í netinu og átti Wayne Hennessey ekki möguleika í marki Úlfanna. Wayne Rooney hefur ekki gengið vel að skora að undanförnu en hann komst loksins aftur á blað stuttu eftir mark Nani með góðu skoti. Hann fékk boltann utan vítateigs og fékk pláss og tíma til að skjóta - sem og hann gerði með góðum árangri. Þetta var hans fyrsta mark í síðustu níu leikjum sínum. Gestirnir frá Wolverhampton voru þó ekki af baki dottnir og Steven Fletcher náði að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks. Hann skoraði með góðum skalla eftir sendingu Matt Jarvis. En vonin slökknaði fljótlega síðar þegar að Nani skoraði annað mark sitt í leiknum. Það gerði hann af stuttu færi eftir fyrirgjöf Antonio Valencia. Rooney bætti svo fjórða markinu við og sínu öðru og aftur eftir fyrirgjöf Valencia. Sending hans var hárnákvæm og eftirleikurinn auðveldur fyrir Rooney. Sigurinn þýðir að United er tveimur stigum á eftir toppliði City sem á þó leik til góða. Úlfarnir eru í sextánda sætinu með fjórtán stig. Arsenal - Everton 1-0Robin van Persie fagnar.1-0 Robin van Persie (69.) Arsenal hélt upp á 125 ára afmæli félagsins í dag en eins og við mátti búast gerði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, margar breytingar á liði sínu frá leiknum tilgangslausa gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í vikunni. Alls urðu breytingarnar níu en þeir einu sem héldu sætum sínum voru þeir Thomas Vermaelen og John Djourou. Heimamenn byrjuðu betur en gestirnir frá Liverpool fengu þó fyrsta hættulega færið í leiknum. Louis Saha komst nálægt því að skora eftir að Wojciech Szczesny reyndi að hreinsa boltann frá markinu en skot Saha var síðan varið. Stuttu síðar komst Theo Walcott einn í gegnum vörn Everton en í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að gefa boltann fyrir markið þar sem þeir Aaron Ramsay og Gervinho voru mættir, sem og varnarmaðurinn Tony Hibbert sem náði að bjarga málunum. Gervinho fékk svo sjálfur gott færi stuttu síðar en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann á Robin van Persie sem var dæmdur rangstæður. Arsenal fékk svo tvö færi til viðbótar á næstu mínútum en leikmönnum virtust mislagðir fætur og ekki endaði boltinn í netinu. Yfirburðir Arsenal héldu áfram í seinni hálfleik en Tim Howard varði glæsilega frá Theo Walcott sem hafði átt fast skot að marki gestanna. En loksins náðu þeir rauðklæddu að koma boltanum í netið þó seint hafi verið. Og hver annar en Robin van Persie var þar að verki en hann skoraði með flottu skoti eftir sendingu Alex Song. Everton komst þó nálægt því að tryggja sér jafntefli þegar að skot Connor McAleny fór hárfínt fram hjá marki heimamanna. En sigurinn þýðir að Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig en Everton er í því tólfta með sextán. Norwich - Newcastle 4-2Danny Simpson og Grant Holt í baráttunni. Báðir komu mikið við sögu í dag.1-0 Danny Simpson, sjálfsmark (38.) 1-1 Demba Ba (45.) 2-1 Grant Holt (58.) 3-1 Steve Morison (63.) 3-2 Demba Ba (70.) 4-2 Grant Holt (81.) Newcastle hefur byrjað tímabilið af miklum krafti í Englandi en liðið hafði þó ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum, gegn Manchester-liðunum báðum og Chelsea, fyrir leikinn í Norwich í dag. Nýliðar Norwich hafa þó verið fínir í upphafi leiktíðar en tapað þó þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Bæði lið fengu færi í upphafi leiksins en heimamenn voru þó betri og uppskáru mark á 38. mínútu. Wes Hoolahan átti þá skot að marki sem hafnaði í Danny Simpson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Demba Ba náði þó að jafna metin fyrir gestina er hann skoraði sitt tíunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Hann fékk flotta sendingu frá Yohan Cabaye, tók boltann laglega niður og skoraði af öryggi. Norwich komst þó aftur yfir snemma í seinni hálfleik er hinn þrautsegi Grant Holt skoraði með skalla. Tim Krul varði reyndar fyrst frá honum en Holt fylgdi vel á eftir og kom boltanum á endanum í netið. Forystan jókst svo enn þegar að Steve Morison skoraði þriðja mark Norwich, aðeins fjórum mínútum síðar. Hann skoraði eftir fyrirgjöf Andrew Crofts sem hafði unnið boltann af Dan Gosling. Gosling fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Útlitið var orðið ansi svart fyrir Newcastle en Ba náði þó að minnka muninn í 3-2 um 20 mínútum fyrir leikslok með laglegu skoti eftir sendingu Shola Ameobi. Holt skoraði þó öðru sinni stuttu fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn. Holt skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Bradley Johnson. Norwich kom sér með sigrinum aftur upp í efri hluta deildarinnar en Newcastle er nú fallið niður í sjöunda sæti deildarinnar. Bolton - Aston Villa 1-2Albrighton fagnar en Cahill stendur ráðþrota eftir.0-1 Marc Albrighton (32.) 0-2 Gary Cahill, sjálfsmark (38.) 1-2 Ivan Klasnic (54.) Bæði lið höfðu að miklu að keppa í dag enda báðum gengið skelfilega í síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Bolton hafði tapað ellefu af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu og var í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig. Aston Villa hefur ekki gengið mikið betur að undanförnu og hafði ekki skorað í þremur síðustu leikjum sínum. Þeir höfðu því ærna ástæðu til að fagna þegar að Marc Albrighton skoraði á 32. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Gabriel Agbonlahor. Leikmenn Villa höfðu öll tök á leiknum og skoruðu aftur aðeins sjö mínútum síðar. Stilyan Petrov fékk boltann utan teigs, skaut að marki og hafnaði boltinn í netinu eftir að hafa breytt um stefnu á varnarmanninum óheppna Gary Cahill. Bolton fékk færi til að minnka muninn skömmu fyrir hálfleik en Brad Guzan, sem stóð í marki Villa í fjarveru hins meidda Shay Given, varði glæsilega frá Kevin Davies sem hafði skallað að marki. Þetta hafði þó greinilega góð áhrif á lið Bolton því það byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði svo mark snemma í seinni hálfleiknum. Ivan Klasnic var þar að verki sem fylgdi eftir skoti Zat Knight að markinu. Þó náðu heimamenn ekki að fylgja þessu eftir og stuttu fyrir leikslok var Klasnic borinn meiddur af velli. Owen Coyle og hans menn hafa verið óheppnir á leiktíðinni og það breyttist ekki í dag. Bolton situr eftir í botnsæti deildarinnar og er enn með níu stig. Swansea - Fulham 2-0Mark Schwarzer, markvörður Fulham, á flugi í dag.1-0 Scott Sinclair (55.) 2-0 Danny Graham (90.) Fyrri hálfleikur var afar rólegur og lítið sem ekkert markvert átti sér stað. Áhorfendur á leikvanginum tóku þó vel við sér þegar að Clint Dempsey varð fyrir því óláni að stýra skoti Scott Sinclair í eigið mark í upphafi seinni hálfleiks. Stuttu síðar varði Michel Vorm vel frá Bryan Ruiz sem hafði komist í gegnum vörn heimamanna eftir stungusendingu Dempsey. Heimamenn fengu svo tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir þegar að varamaðurinn Kemy Agustien skaut í stöng. Vorm reyndist svo hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu Dempsey stuttu fyrir leikslok. Vítið var dæmt eftir að Karim Frei féll í teignum en óhætt er að segja að Dempsey vilji gleyma þessum degi sem allra fyrst. Danny Graham innsiglaði svo sigurinn fyrir heimamenn er hann skallaði hornspyrnu Mark Gower í netið í uppbótartíma. Vorm hefur þó verið einn öflugasti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í upphafi leiktíðarinnar og hann gerði sannarlega sitt í dag þegar að nýliðar Swansea náðu sér í dýrmæt stig gegn Fulham á heimavelli sínum í Wales. West Brom - Wigan 1-2Victor Moses, í miðjunni, fagnar ásamt félögum sínum.1-0 Steven Reid (32.) 1-1 Victor Moses (36.) 1-2 Jordi Gomez, víti (56.) Heimamenn voru nálægt því að komast yfir strax í upphafi leiks þegar að Chris Brunt átti skot sem Ali Al-Habsi, markvörður Wigan, varði í slána. Reid náði svo að koma West Brom yfir með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Al Habsi stóð frosinn á línunni og gat ekkert gert. Það var fátt sem benti til þess að botnliði Wigan tækist að jafna metin en þá tók Victor Moses málin í sínar hendur og skoraði með laglegu skoti utarlega í vítateignum. En markið hafði greinilega góð áhrif á gestina því þeir komust yfir með marki Jordi Gomez úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiksins. Reid var sökudólgurinn er hann braut á Moses en Gomez skoraði örugglega úr vítinu. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Manchester United sendi skýr skilaboð í dag með öruggum 4-1 sigri á Wolves en sjö leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool og Arsenal unnu einnig góða sigra og nýliðar Swansea og Norwich halda áfram að gera það gott. Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum er hann tryggði Arsenal 1-0 sigur á Everton á 125 ára afmælishátíð Arsenal. Luis Suarez skoraði sitt fyrsta mark í átta leikjum þegar hann tryggði Liverpool sigur á QPR, 1-0, en Heiðar Helguson lék ekki með síðarnefnda félaginu vegna meiðsla. Wayne Rooney og Nani sáu um að skora mörkin fjögur fyrir Manchester United sem kom sér aftur á beinu brautina eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni eftir neyðarlegt tap fyrir Basel í Sviss. Swansea og Norwich unnu góða sigra í dag. Swansea vann Fulham, 2-0, þar sem markvörðurinn Michael Vorm fór á kostum og þá vann Norwich lið Newcastle örugglega, 4-2. Newcastle hefur því ekki unnið í fjórum deildarleikjum í röð og er dottið niður í sjöunda sæti deildarinnar. Aston Villa hafði betur gegn Bolton, 2-1, og skildi þar með Grétar Rafn Steinsson og félaga eftir í botnsæti deildarinnar. Grétar Rafn sat allan leikinn á varamannabekk Bolton. Wigan var í botnsætinu fyrir leiki dagsins en vann öflugan sigur á West Brom, 2-1, eftir að hafa lent marki undir. Hér fyrir neðan má lesa allt um leiki dagsins: Liverpool - QPR 1-0Suarez skoraði loksins í dag. Hér fagnar hann með Stewart Downing.1-0 Luis Suarez (47.) Heiðar Helguson var ekki með QPR í dag vegna meiðsla en ákvörðunin um að hvíla hann í dag var tekin skömmu fyrir leik. Tommy Smith byrjaði í framlínunni í hans stað. Maxi Rodriguez var í byrjunarliði Liverpool, sem og þeir Dirk Kuyt og Stewart Downing en enginn þeirra var í byrjunarliði liðsins gegn Fulham á mánudaginn. Craig Bellamy og Dirk Kuyt voru settir á bekkinn og Jay Spearing tók út leikbann. Liverpool var sterkari aðilinn í upphafi leiksins og Luiz Suarez komst nálægt því að skora á tíundu mínútu þegar hann skallaði beint á Radek Cerny í marki QPR. Heimamenn fengur margar hornspyrnur í upphafi leiksins og voru mikið með boltann, án þess þó að hafa skapað sér mörg dauðafæri. Suarez fékk þó fínt færi á 42. mínútu. Cerny varði fyrst frá honum en Suarez fékk boltann í erfiðri stöðu. Hann ákvað þó að láta vaða úr þröngu færi í stað þess að gefa á liðsfélaga sinn en skot hans var hátt, hátt yfir mark QPR. Seinni hálfleikur byrjaði þó vel fyrir Suarez og félaga. Hann var skilinn eftir dauðafrír fyrir framan mark QPR þegar að Charlie Adam gaf boltann fyrir frá vinstri. Suarez skallaði knöttinn örugglega í netið og kom sínum mönnum yfir. Enn héldu heimamenn áfram að sækja og á 61. mínútu átti Suarez góða fyrirgjöf fyrir markið á Maxi sem skaut föstu skoti að marki af stuttu færi. Cerny varði hins vegar vel frá honum. Cerny var svo aftur á ferðinni þegar að Maxi Rodriguez var kominn einn inn fyrir vörn gestanna. Cerny gerði þó vel og varði skot Maxi vel. QPR komst ekki nálægt því að ógna forystu heimamanna eftir þetta og Liverpool komst nálægt því að skora í uppbótartíma en Shaun Wright-Phillips var næstum búinn að stýra knettinum í eigið net eftir fyrirgjöf varamannsins Bellamy. Boltinn hafnaði þó í slánni. Með sigrinum komst Liverpool upp í sjötta sæti deildarinnar og er nú með 26 stig, tveimur á eftir Chelsea í fimmta sætinu. QPR er í þrettánda sætinu með sextán stig. Manchester United - Wolves 4-1Rooney skoraði tvö í dag.1-0 Nani (17.) 2-0 Wayne Rooney (28.) 2-1 Steven Fletcher (46.) 3-1 Nani (55.) 4-1 Wayne Rooney (61.) Nemanja Vidic spilar ekki meira á leiktíðinni vegna meiðsla en hann meiddist í leik liðsins gegn Basel sem United tapaði og féll þar með úr leik í Meistaradeild Evrópu. Þar að auki gerði Alex Ferguson, stjóri United, þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Basel. Ryan Giggs, Ashley Young og Park Ji-sung var fórnað en Antonio Valencia og Michael Carrick voru báðir í byrjunarliðinu. Ferguson ákvað að halda Phil Jones á miðjunni þrátt fyrir að Vidic væri meiddur og treysta frekar á Jonny Evans í vörninni. United byrjaði miklu betur í leiknum og uppskar mark á sautjándu mínútum. Nani fékk boltann eftir stutta hornspyrnu, keyrði inn í teig og lét skotið vaða. Boltinn hafnaði í netinu og átti Wayne Hennessey ekki möguleika í marki Úlfanna. Wayne Rooney hefur ekki gengið vel að skora að undanförnu en hann komst loksins aftur á blað stuttu eftir mark Nani með góðu skoti. Hann fékk boltann utan vítateigs og fékk pláss og tíma til að skjóta - sem og hann gerði með góðum árangri. Þetta var hans fyrsta mark í síðustu níu leikjum sínum. Gestirnir frá Wolverhampton voru þó ekki af baki dottnir og Steven Fletcher náði að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks. Hann skoraði með góðum skalla eftir sendingu Matt Jarvis. En vonin slökknaði fljótlega síðar þegar að Nani skoraði annað mark sitt í leiknum. Það gerði hann af stuttu færi eftir fyrirgjöf Antonio Valencia. Rooney bætti svo fjórða markinu við og sínu öðru og aftur eftir fyrirgjöf Valencia. Sending hans var hárnákvæm og eftirleikurinn auðveldur fyrir Rooney. Sigurinn þýðir að United er tveimur stigum á eftir toppliði City sem á þó leik til góða. Úlfarnir eru í sextánda sætinu með fjórtán stig. Arsenal - Everton 1-0Robin van Persie fagnar.1-0 Robin van Persie (69.) Arsenal hélt upp á 125 ára afmæli félagsins í dag en eins og við mátti búast gerði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, margar breytingar á liði sínu frá leiknum tilgangslausa gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í vikunni. Alls urðu breytingarnar níu en þeir einu sem héldu sætum sínum voru þeir Thomas Vermaelen og John Djourou. Heimamenn byrjuðu betur en gestirnir frá Liverpool fengu þó fyrsta hættulega færið í leiknum. Louis Saha komst nálægt því að skora eftir að Wojciech Szczesny reyndi að hreinsa boltann frá markinu en skot Saha var síðan varið. Stuttu síðar komst Theo Walcott einn í gegnum vörn Everton en í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að gefa boltann fyrir markið þar sem þeir Aaron Ramsay og Gervinho voru mættir, sem og varnarmaðurinn Tony Hibbert sem náði að bjarga málunum. Gervinho fékk svo sjálfur gott færi stuttu síðar en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann á Robin van Persie sem var dæmdur rangstæður. Arsenal fékk svo tvö færi til viðbótar á næstu mínútum en leikmönnum virtust mislagðir fætur og ekki endaði boltinn í netinu. Yfirburðir Arsenal héldu áfram í seinni hálfleik en Tim Howard varði glæsilega frá Theo Walcott sem hafði átt fast skot að marki gestanna. En loksins náðu þeir rauðklæddu að koma boltanum í netið þó seint hafi verið. Og hver annar en Robin van Persie var þar að verki en hann skoraði með flottu skoti eftir sendingu Alex Song. Everton komst þó nálægt því að tryggja sér jafntefli þegar að skot Connor McAleny fór hárfínt fram hjá marki heimamanna. En sigurinn þýðir að Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig en Everton er í því tólfta með sextán. Norwich - Newcastle 4-2Danny Simpson og Grant Holt í baráttunni. Báðir komu mikið við sögu í dag.1-0 Danny Simpson, sjálfsmark (38.) 1-1 Demba Ba (45.) 2-1 Grant Holt (58.) 3-1 Steve Morison (63.) 3-2 Demba Ba (70.) 4-2 Grant Holt (81.) Newcastle hefur byrjað tímabilið af miklum krafti í Englandi en liðið hafði þó ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum, gegn Manchester-liðunum báðum og Chelsea, fyrir leikinn í Norwich í dag. Nýliðar Norwich hafa þó verið fínir í upphafi leiktíðar en tapað þó þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Bæði lið fengu færi í upphafi leiksins en heimamenn voru þó betri og uppskáru mark á 38. mínútu. Wes Hoolahan átti þá skot að marki sem hafnaði í Danny Simpson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Demba Ba náði þó að jafna metin fyrir gestina er hann skoraði sitt tíunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Hann fékk flotta sendingu frá Yohan Cabaye, tók boltann laglega niður og skoraði af öryggi. Norwich komst þó aftur yfir snemma í seinni hálfleik er hinn þrautsegi Grant Holt skoraði með skalla. Tim Krul varði reyndar fyrst frá honum en Holt fylgdi vel á eftir og kom boltanum á endanum í netið. Forystan jókst svo enn þegar að Steve Morison skoraði þriðja mark Norwich, aðeins fjórum mínútum síðar. Hann skoraði eftir fyrirgjöf Andrew Crofts sem hafði unnið boltann af Dan Gosling. Gosling fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Útlitið var orðið ansi svart fyrir Newcastle en Ba náði þó að minnka muninn í 3-2 um 20 mínútum fyrir leikslok með laglegu skoti eftir sendingu Shola Ameobi. Holt skoraði þó öðru sinni stuttu fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn. Holt skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Bradley Johnson. Norwich kom sér með sigrinum aftur upp í efri hluta deildarinnar en Newcastle er nú fallið niður í sjöunda sæti deildarinnar. Bolton - Aston Villa 1-2Albrighton fagnar en Cahill stendur ráðþrota eftir.0-1 Marc Albrighton (32.) 0-2 Gary Cahill, sjálfsmark (38.) 1-2 Ivan Klasnic (54.) Bæði lið höfðu að miklu að keppa í dag enda báðum gengið skelfilega í síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Bolton hafði tapað ellefu af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu og var í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig. Aston Villa hefur ekki gengið mikið betur að undanförnu og hafði ekki skorað í þremur síðustu leikjum sínum. Þeir höfðu því ærna ástæðu til að fagna þegar að Marc Albrighton skoraði á 32. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Gabriel Agbonlahor. Leikmenn Villa höfðu öll tök á leiknum og skoruðu aftur aðeins sjö mínútum síðar. Stilyan Petrov fékk boltann utan teigs, skaut að marki og hafnaði boltinn í netinu eftir að hafa breytt um stefnu á varnarmanninum óheppna Gary Cahill. Bolton fékk færi til að minnka muninn skömmu fyrir hálfleik en Brad Guzan, sem stóð í marki Villa í fjarveru hins meidda Shay Given, varði glæsilega frá Kevin Davies sem hafði skallað að marki. Þetta hafði þó greinilega góð áhrif á lið Bolton því það byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði svo mark snemma í seinni hálfleiknum. Ivan Klasnic var þar að verki sem fylgdi eftir skoti Zat Knight að markinu. Þó náðu heimamenn ekki að fylgja þessu eftir og stuttu fyrir leikslok var Klasnic borinn meiddur af velli. Owen Coyle og hans menn hafa verið óheppnir á leiktíðinni og það breyttist ekki í dag. Bolton situr eftir í botnsæti deildarinnar og er enn með níu stig. Swansea - Fulham 2-0Mark Schwarzer, markvörður Fulham, á flugi í dag.1-0 Scott Sinclair (55.) 2-0 Danny Graham (90.) Fyrri hálfleikur var afar rólegur og lítið sem ekkert markvert átti sér stað. Áhorfendur á leikvanginum tóku þó vel við sér þegar að Clint Dempsey varð fyrir því óláni að stýra skoti Scott Sinclair í eigið mark í upphafi seinni hálfleiks. Stuttu síðar varði Michel Vorm vel frá Bryan Ruiz sem hafði komist í gegnum vörn heimamanna eftir stungusendingu Dempsey. Heimamenn fengu svo tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir þegar að varamaðurinn Kemy Agustien skaut í stöng. Vorm reyndist svo hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu Dempsey stuttu fyrir leikslok. Vítið var dæmt eftir að Karim Frei féll í teignum en óhætt er að segja að Dempsey vilji gleyma þessum degi sem allra fyrst. Danny Graham innsiglaði svo sigurinn fyrir heimamenn er hann skallaði hornspyrnu Mark Gower í netið í uppbótartíma. Vorm hefur þó verið einn öflugasti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í upphafi leiktíðarinnar og hann gerði sannarlega sitt í dag þegar að nýliðar Swansea náðu sér í dýrmæt stig gegn Fulham á heimavelli sínum í Wales. West Brom - Wigan 1-2Victor Moses, í miðjunni, fagnar ásamt félögum sínum.1-0 Steven Reid (32.) 1-1 Victor Moses (36.) 1-2 Jordi Gomez, víti (56.) Heimamenn voru nálægt því að komast yfir strax í upphafi leiks þegar að Chris Brunt átti skot sem Ali Al-Habsi, markvörður Wigan, varði í slána. Reid náði svo að koma West Brom yfir með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Al Habsi stóð frosinn á línunni og gat ekkert gert. Það var fátt sem benti til þess að botnliði Wigan tækist að jafna metin en þá tók Victor Moses málin í sínar hendur og skoraði með laglegu skoti utarlega í vítateignum. En markið hafði greinilega góð áhrif á gestina því þeir komust yfir með marki Jordi Gomez úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiksins. Reid var sökudólgurinn er hann braut á Moses en Gomez skoraði örugglega úr vítinu.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira