Fótbolti

AZ enn á toppnum í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, AZ Alkmaar, vann 4-0 sigur á De Graafschap í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

AZ hafði ekki unnið síðust tvo leiki sína í deildinni fyrir kvöldið en liðið náði engu að síður að halda toppsæti sínu í deildinni. Liðið er nú með fjögurra stiga forystu á PSV sem vann 1-0 sigur á NAC í kvöld.

Þá var einnig spilað í Belgíu í kvöld. Arnar Þór Viðarsson spilaði sem fyrr allan leikinn fyrir Cercle Brugge sem vann Mons á útivelli, 2-0. Jón Guðni Fjóluson var hins vegar ekki í leikmannahópi Beerschot sem vann Gent, 1-0, á útivelli.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld spilaði Alfreð Finnbogason allan leikinn þegar að Lokeren gerði 1-1 jafntefli við Standard Liege.

Cercle Brugge er í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig, Beerschot í því áttunda með 24 stig og Lokeren í tíunda sæti með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×