Smáliðið sem skákar Barcelona og Real Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2011 06:00 Fyrirliðinn Sergio Ballesteros er orðinn 36 og með léttan björgunarhring.nordic photos/getty images Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli. Ekkert lið í spænsku deildinni eyðir minna fé en Levante. Heildarvelta liðsins er um 350 milljónir króna á ári. Til samanburðar er veltan hjá Barcelona um 80 milljarðar og norska meistaraliðið Rosenborg er með ársveltu upp á rúmlega 420 milljónir króna. Eftir 3-0 sigur Levante um helgina gegn Villareal er smáliðið á toppnum með 20 stig, Real Madrid er þar næst með 19 stig og spænska meistaraliðið Barcelona er í þriðja sæti með 18 stig. Levante er nú þegar búið að innbyrða fleiri stig en eftir 21 umferð á síðustu leiktíð og allt bendir til þess að félagið nái markmiðum sínum – sem var að ná að hanga í deild þeirra bestu. Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er næsti leikur Levante gegn Real Sociedad á miðvikudag. Sá leikmaður sem hefur vakið mesta athygli í Levante er fyrirliðinn Sergio Ballesteros. Hann er alls ekki á óskalista stórklúbba í Evrópu enda er Ballesteros 36 ára gamall og að margra mati akfeitur. Baðvigtin lýgur ekki og Ballesteros er 100 kíló og með „aukahluti“ á kviðnum sem flestir fótboltamenn vilja vera án. Varnarmaðurinn hefur leikið um 300 leiki í efstu deild á Spáni og er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt líkamsástand. Fyrirliðinn er eini leikmaðurinn þar sem „síðasti söludagur“ er rétt handan við hornið. Meðalaldur liðsins í leik gegn Malaga á dögunum var rétt um 32 ár. Frábær varnarleikur hefur einkennt Levante það sem af er tímabilinu. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í átta leikjum. Levante hefur unnið sex leiki og gert tvívegis jafntefli og er taplaust. Aðeins Barcelona og Sevilla eru í þeim hópi á Spáni þessa stundina. Árið 2008 var Levante bjargað frá gjaldþroti og félagið hefur aðeins efni á að kaupa ódýrustu leikmennina á markaðnum. Forráðamenn liðsins hafa notað um 63 milljónir króna í kaup á samtals 50 leikmönnum á undanförnum árum. Það gerir rétt um 1,2 milljónir króna að meðaltali. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli. Ekkert lið í spænsku deildinni eyðir minna fé en Levante. Heildarvelta liðsins er um 350 milljónir króna á ári. Til samanburðar er veltan hjá Barcelona um 80 milljarðar og norska meistaraliðið Rosenborg er með ársveltu upp á rúmlega 420 milljónir króna. Eftir 3-0 sigur Levante um helgina gegn Villareal er smáliðið á toppnum með 20 stig, Real Madrid er þar næst með 19 stig og spænska meistaraliðið Barcelona er í þriðja sæti með 18 stig. Levante er nú þegar búið að innbyrða fleiri stig en eftir 21 umferð á síðustu leiktíð og allt bendir til þess að félagið nái markmiðum sínum – sem var að ná að hanga í deild þeirra bestu. Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er næsti leikur Levante gegn Real Sociedad á miðvikudag. Sá leikmaður sem hefur vakið mesta athygli í Levante er fyrirliðinn Sergio Ballesteros. Hann er alls ekki á óskalista stórklúbba í Evrópu enda er Ballesteros 36 ára gamall og að margra mati akfeitur. Baðvigtin lýgur ekki og Ballesteros er 100 kíló og með „aukahluti“ á kviðnum sem flestir fótboltamenn vilja vera án. Varnarmaðurinn hefur leikið um 300 leiki í efstu deild á Spáni og er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt líkamsástand. Fyrirliðinn er eini leikmaðurinn þar sem „síðasti söludagur“ er rétt handan við hornið. Meðalaldur liðsins í leik gegn Malaga á dögunum var rétt um 32 ár. Frábær varnarleikur hefur einkennt Levante það sem af er tímabilinu. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í átta leikjum. Levante hefur unnið sex leiki og gert tvívegis jafntefli og er taplaust. Aðeins Barcelona og Sevilla eru í þeim hópi á Spáni þessa stundina. Árið 2008 var Levante bjargað frá gjaldþroti og félagið hefur aðeins efni á að kaupa ódýrustu leikmennina á markaðnum. Forráðamenn liðsins hafa notað um 63 milljónir króna í kaup á samtals 50 leikmönnum á undanförnum árum. Það gerir rétt um 1,2 milljónir króna að meðaltali.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira