Enski boltinn

Babel gæti verið á leið til Gylfa og félaga í Hoffenheim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Hollenskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Ryan Babel sé á óskalista þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim.

Talið er að Hoffenheim sé nú að leita að eftirmanni Demba Ba sem hefur farið í verkfall hjá félaginu vegna þess að hann vill komast í ensku úrvalsdeildina.

Sama hvort að honum takist það eða ekki er talið ansi líklegt að Ba muni ekki spila með Hoffenheim á næstu vikum og mánuðum.

Babel er uppalinn leikmaður Ajax í heimalandinu og var seldur til Liverpool árið 2007. Þar hefur hann aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hjá byrjunarliðinu og hefur meira að segja lítið fengið að spila í vetur þrátt fyrir slæmt gengi liðsins.

Gylfi Þór Sigurðsson var í sumar keyptur til Hoffenheim frá Reading fyrir sex milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×