Fótbolti

Eiður Smári var fyrirliði í fyrsta sinn undir stjórn Ólafs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen Mynd/E.Stefán
Eiður Smári Guðjohnsen bar fyrirliðabandið í gær í 0-1 tapleiknum á móti Noregi í Osló en þetta er í fyrsta sinn sem hann fær að vera fyrirliði síðan að Ólafur Jóhannesson tók við landsliðinu.

Eiður er ellefti fyrirliðinn sem Ólafur velur en Hermann Hreiðarsson hefur verið oftast fyrirliði undir stjórn Ólafs eða fimmtán sinnum.

Eiður Smári var þó fyrirliði íslenska A-landsliðsins í 27. sinn í gær en hann var 26 sinnum fyrirliði á árunum 2003 til 2007.

Fyrirliðar landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar:

Hermann Hreiðarsson 15

Brynjar Björn Gunnarsson 4

Heiðar Helguson 4

Bjarni Guðjónsson 3

Kristján Örn Sigurðsson 3

Grétar Rafn Steinsson 2

Sölvi Geir Ottesen 2

Stefán Gíslason 1

Atli Sveinn Þórarinsson 1

Davíð Þór Viðarsson 1

Eiður Smári Guðjohnsen 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×