Norskur draumur en íslensk martröð Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 3. september 2011 07:00 Stefán Logi Magnússon fellir hér John Carew og fær dæmt á sig víti. MyndAFP Ísland tapaði enn einum leik sínum í undankeppni EM 2012 í gær. Í þetta sinn gegn Norðmönnum á útivelli en alveg eins og gegn Dönum á Parken kom sigurmark Norðmanna í lok leiksins. Sóknarmaðurinn Moa, sem hafði verið haldið niðri allan leikinn af íslensku vörninni, steig á vítapunktinn á 88. mínútu og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem varamaðurinn John Carew hafði fiskað skömmu áður. Þó var um að ræða mikla framför frá vináttuleiknum gegn Ungverjum fyrr í mánuðinum, þó svo að erfitt sé að fullyrða að sigur Norðmanna hafi verið ósanngjarn. Hann var það ekki. Heimamenn voru meira með boltann og sköpuðu sér mun hættulegri færi. Alexander Tettey átti skot í stöng og Norðmenn skoruðu einnig mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðinu gekk þó ágætlega að halda boltanum á köflum og voru jákvæð teikn á lofti inn á milli. En það skorti tilfinnanlega að sækja að marki andstæðingsins og skapa færi. Í raun átti Ísland bara tvö færi í leiknum – Rúrik átti skot að marki strax í upphafi og Eiður Smári komst í gott skallafæri í síðari hálfleik. Meira var það ekki. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var ánægður með frammistöðuna. „Þetta var bara frábær frammistaða,“ sagði hann eftir leikinn. „Þetta er ekkert flóknara en það. Við sýndum fínan leik hérna og mikla baráttu. Við vorum virkilega duglegir inni á vellinum,“ sagði hann. Ólafur segir að það sé erfiðara að koma skikki á sóknarleikinn. „Það er auðveldara að skipuleggja varnarleik en sóknarleik. Sóknarleikurinn okkar var kannski ekki eins og við vildum hafa hann og auðvitað hefðum við kosið að skapa okkur fleiri færi. En það breytir því ekki að frammistaða leikmanna í leiknum var frábær,“ sagði Ólafur. Lítið kom út úr kantspili Íslands í leiknum og fáir boltar rötuðu inn í vítateig Norðmanna. „Við töluðum um það í hálfleik að þeir Rúrik og Jói Berg þyrftu að komast betur inn í leikinn. En þeir voru í mjög erfiðu hlutverki og þurftu að verjast mikið. Það vill oft bitna á sóknarleiknum.“ Íslenska liðið var skipað mörgum ungum leikmönnum í gær og segir Ólafur að reynsluleysi sumra þeirra hafi reynst liðinu dýrkeypt. „Ég tel að það hafi orðið okkur að falli. Nokkra unga leikmenn í liðinu skortir reynslu og voru þeir stundum að taka rangar ákvarðanir.“ Næsti leikur Íslands verður gegn Kýpur á þriðjudaginn og lofar Ólafur sigri ef liðið spilar annan eins leik og í gær. „Að tapa eins og við gerðum í kvöld er eitt það mest svekkjandi sem maður upplifir í boltanum. Sérstaklega miðað við frammistöðuna. Menn eru því langt niðri og verður það mitt hlutverk að koma mönnum í stand fyrir næsta leik. Ég lofa að það takist og með svona frammistöðu eins og við sýndum í kvöld þá munum við vinna Kýpur á þriðjudaginn.“ Norðmenn svifu um á bleiku skýi eftir leikinn í gær og var greinilega mjög létt. Liðið stefnir á að komast í úrslitakeppni EM 2012 og er nú einum sigri frá öruggu sæti í umspilinu. Martröð íslenska landsliðsins í undankeppninni virðist þó engan enda ætla að taka. Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Ísland tapaði enn einum leik sínum í undankeppni EM 2012 í gær. Í þetta sinn gegn Norðmönnum á útivelli en alveg eins og gegn Dönum á Parken kom sigurmark Norðmanna í lok leiksins. Sóknarmaðurinn Moa, sem hafði verið haldið niðri allan leikinn af íslensku vörninni, steig á vítapunktinn á 88. mínútu og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem varamaðurinn John Carew hafði fiskað skömmu áður. Þó var um að ræða mikla framför frá vináttuleiknum gegn Ungverjum fyrr í mánuðinum, þó svo að erfitt sé að fullyrða að sigur Norðmanna hafi verið ósanngjarn. Hann var það ekki. Heimamenn voru meira með boltann og sköpuðu sér mun hættulegri færi. Alexander Tettey átti skot í stöng og Norðmenn skoruðu einnig mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðinu gekk þó ágætlega að halda boltanum á köflum og voru jákvæð teikn á lofti inn á milli. En það skorti tilfinnanlega að sækja að marki andstæðingsins og skapa færi. Í raun átti Ísland bara tvö færi í leiknum – Rúrik átti skot að marki strax í upphafi og Eiður Smári komst í gott skallafæri í síðari hálfleik. Meira var það ekki. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var ánægður með frammistöðuna. „Þetta var bara frábær frammistaða,“ sagði hann eftir leikinn. „Þetta er ekkert flóknara en það. Við sýndum fínan leik hérna og mikla baráttu. Við vorum virkilega duglegir inni á vellinum,“ sagði hann. Ólafur segir að það sé erfiðara að koma skikki á sóknarleikinn. „Það er auðveldara að skipuleggja varnarleik en sóknarleik. Sóknarleikurinn okkar var kannski ekki eins og við vildum hafa hann og auðvitað hefðum við kosið að skapa okkur fleiri færi. En það breytir því ekki að frammistaða leikmanna í leiknum var frábær,“ sagði Ólafur. Lítið kom út úr kantspili Íslands í leiknum og fáir boltar rötuðu inn í vítateig Norðmanna. „Við töluðum um það í hálfleik að þeir Rúrik og Jói Berg þyrftu að komast betur inn í leikinn. En þeir voru í mjög erfiðu hlutverki og þurftu að verjast mikið. Það vill oft bitna á sóknarleiknum.“ Íslenska liðið var skipað mörgum ungum leikmönnum í gær og segir Ólafur að reynsluleysi sumra þeirra hafi reynst liðinu dýrkeypt. „Ég tel að það hafi orðið okkur að falli. Nokkra unga leikmenn í liðinu skortir reynslu og voru þeir stundum að taka rangar ákvarðanir.“ Næsti leikur Íslands verður gegn Kýpur á þriðjudaginn og lofar Ólafur sigri ef liðið spilar annan eins leik og í gær. „Að tapa eins og við gerðum í kvöld er eitt það mest svekkjandi sem maður upplifir í boltanum. Sérstaklega miðað við frammistöðuna. Menn eru því langt niðri og verður það mitt hlutverk að koma mönnum í stand fyrir næsta leik. Ég lofa að það takist og með svona frammistöðu eins og við sýndum í kvöld þá munum við vinna Kýpur á þriðjudaginn.“ Norðmenn svifu um á bleiku skýi eftir leikinn í gær og var greinilega mjög létt. Liðið stefnir á að komast í úrslitakeppni EM 2012 og er nú einum sigri frá öruggu sæti í umspilinu. Martröð íslenska landsliðsins í undankeppninni virðist þó engan enda ætla að taka.
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti