Enski boltinn

Friedel: Þurfum ekki að hafa áhyggjur ef við berjumst svona

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Chelsea fögnuðu marki John Terry gríðarlega enda héldu þeir að það yrði sigurmark leiksins.
Leikmenn Chelsea fögnuðu marki John Terry gríðarlega enda héldu þeir að það yrði sigurmark leiksins.

Brad Friedel, markvörður Aston Villa, er hæstánægður með baráttuna í hans liði sem lenti tvívegis undir gegn Chelsea í dag en náði á endanum stigi. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3.

„Þetta er verulega sterkt stig," sagði Friedel. „Eftir slæmt gengi þurftum við á því að halda að fá eitthvað út úr þessum leik. Að ná stigi á Stamford Bridge er mjög gott."

„Við lentum undir 3-2 en félagar mínir eiga hrós skilið. Menn jöfnuðu sig strax á vítaspyrnudómnum sem ég tel að hafi verið rangur. Vonandi kemur þetta okkur á beinu brautina. Ef við höldum áfram að berjast svona hef ég engar áhyggjur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×