Innlent

Landsdómur bíður eftir ákæruskjali

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi hefur samþykkt að ákæra Geir Haarde en saksóknari hefur ekki gefið út ákæurskjal.
Alþingi hefur samþykkt að ákæra Geir Haarde en saksóknari hefur ekki gefið út ákæurskjal.
Landsdómur hefur enn ekki verið kallaður saman vegna málshöfðunar gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Skrifstofustjóri Hæstaréttar, sem heldur utan um málefni landsdóms þar til starfsmaður verður ráðinn til þess, segir að ekki hafi enn gefist tilefni til þess að kalla landsdóm saman.

Í lögum um landsdóm segir að forseti Alþingis skuli senda hæstaréttarforseta tafarlaust tilkynningu um málshöfðunarákvörðun Alþingis eftir að ákvörðunin hafi verið tekin. Dómsforseti landsdóms, sem er forseti Hæstaréttar, skuli svo kalla dóminn saman.

Skrifstofustjóri Hæstaréttar segir að ástæða þess að ekki hafi gefist tilefni til þess að kalla dóminn saman sé sú að saksóknari í málinu sé ekki enn tilbúinn með ákæruskjal og gögn sem því eigi að fylgja. Tuttugustuogfjórðu grein landsdóms megi skilja sem svo að það sé ekki tilefni til að kalla landsdóm saman fyrr en saksóknari Alþingis er tilbúinn til þess að leggja fram þau gögn sem hann ætlar að leggja fram í málinu.

Ekki náðist tal af saksóknara Alþingis til að spyrja hvenær ákæruskjalið og fylgigögn yrðu tilbúin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×