Fótbolti

Brasilískt skotmark Manchester United á skotskónum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brasilíski sóknarmaðurinn Adryan skoraði draumamark á HM U-17 landsliða sem stendur yfir í Mexíkó. Markið var sigurmark í 1-0 sigri gegn Ástralíu og tryggði Brössum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Englandsmeistarar Manchester United hafa fylgst vel með Adryan undanfarna mánuði og stendur til boða að æfa með liðinu. Hann er þó nýbúinn að skrifa undir þriggja ára samning við Flamengo.

Ronaldinho, liðsfélagi Adryan hjá Flamengo, sló í gegn á HM U-17 landsliða í Egyptalandi fyrir fjórtán árum. Hann bar sama númer og Adryan ber nú, tíu. Segja má að treyjunúmerið sé heilagt í brasilískum fótbolta enda gerði Pele númerið að sínu.

Adryan ber mikla virðingu fyrir Ronaldinho og hefur séð myndbönd af honum frá mótinu 1997.

„Hann var þegar orðinn góður og hefur átt frábæran feril,“ sagði Adryan við vefsíðuna Goal.com.

Adryan þarf enn um sinn að sætta sig við númerið 30 á treyju sinni hjá Flamengo. Fyrirliðinn Ronaldinho sér um tíuna.

„Stundum spjalla ég við hann hjá Flamengo. Það er mjög þægilegt að hafa mann á borð við hann sem ég líkt og allir bera svo mikla virðingu fyrir, og nota sem fyrirmynd. Hann hefur sagt mér að vera þolinmóður, hlutirnir muni gerast. Ég verð að hlusta á rödd skynseminnar,“ segir Adryan.

Brasilískt skotmark Manchester United á skotskónum

Brasilíski sóknarmaðurinn Adryan skoraði draumamark á HM U-17 landsliða sem stendur yfir í Mexíkó.

Markið tryggði Brössum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Englandsmeistarar Manchester United hafa fylgst vel með Adryan undanfarna mánuði og stendur til boða

að æfa með liðinu. Hann er þó nýbúinn að skrifa undir þriggja ára samning við Flamengo.

Ronaldinho, liðsfélagi Adryan hjá Flamengo, sló í gegn á HM U-17 landsliða í Egyptalandi fyrir

fjórtán árum. Hann bar sama númer og Adryan ber nú, tíu. Segja má að treyjunúmerið sé heilagt í

brasilískum fótbolta enda gerði Pele númerið að sínu.

Adryan ber mikla virðingu fyrir Ronaldinho og hefur séð myndbönd af honum frá mótinu 1997.

„Hann var orðinn góður og hefur átt frábæran feril,“ sagði Adryan við Goal.com vefsíðuna.

Hjá Flamengo þarf Adryan enn um sinn að sætta sig við númerið 30 á treyju sinni. Fyrirliðinn

Ronaldinho sér um tíuna.

„Stundum spjalla ég við hann hjá Flamengo. Það er mjög þægilegt að hafa mann á borð við hann við hlið

þér, sem ég líkt og allir bera svo mikla virðingu fyrir, og nota sem fyrirmynd. Hann hefur sagt mér

að vera þolinmóður, hlutirnir muni gerast. Ég verð að hlusta á rödd skynseminnar,“ segir Adryan.

http://www.youtube.com/watch?v=SzSJJiqdbTw



Fleiri fréttir

Sjá meira


×