Fótbolti

Aðeins eftir að ganga frá smáatriðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með U-21 liði Íslands á EM í Danmörku.
Kolbeinn í leik með U-21 liði Íslands á EM í Danmörku. Mynd/Anton
Eins og Vísir greindi frá í gær hækkaði hollenska stórliðið Ajax boð sitt í íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson hjá AZ Alkmaar.

Kolbeinn á eitt ár eftir af samningi sínum við AZ og er löngu búinn að gefa út að hann vilji fara annað. Ajax bauð 3,5 milljónir evra í hann fyrir nokkrum vikum síðan en AZ, sem vill fá fimm milljónir, hafnaði tilboðinu.

„Tilboðið í Kolbein hefur verið hækkað og félögin eru nálægt samkomulagi. Það á aðeins eftir að ganga frá smáatriðunum,“ sagði Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, við hollenska fjölmiðla.

Svo virðist vera að Kolbeinn sé nú að fá ósk sína uppfyllta um að fá að ganga til liðs við hið sögufræga félag Ajax frá Amsterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×