Segir enga þöggun um landnámskenningar 21. júní 2011 06:15 Gunnar karlsson Mynd / GVA Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira