Fótbolti

Celtic vann nauman sigur á Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert í leik með Hearts, til hægri.
Eggert í leik með Hearts, til hægri. Nordic Photos / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn þegar að Hearts tapaði fyrir Celtic, 1-0, í skosku úrvalsdeildinni í dag. Victor Wanayama skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu.

Leikmenn Hearts hafa ekki fengið laun sín borguð síðan í byrjun nóvember en eigandi félagsins, Vladimir Romanov, hefur sett það á sölu.

Kári Árnason spilaði allan leikinn þegar að Aberdeen gerði 2-2 jafntefli við St. Mirren eftir að hafa komst 2-0 yfir í leiknum.

Fyrr í dag vann Rangers sigur á Hibernian, 2-0, en Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk Hibs.

Rangers er í efsta sæti deildarinnar með 45 stig og Celtic í því öðru með 41. Hearts er í fimmta sæti með 22 stig en Aberdeen og Hibs eru bæði með fjórtán stig - jafnmörg og botnlið Dunfermline.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×