Fótbolti

Alfreð spilaði loksins með Lokeren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Anton
Alfreð Finnbogason lék í dag sinn fyrsta leik í rúman mánuð með Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni og í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í mars á þessu ári.

Alfreð lék allan leikinn í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þetta var aðeins þriðji leikur Alfreðs á leiktíðinni en síðan spilaði hann í 4-1 tapi gegn Kortrijk í lok október.

Þá lék hann í þrettán mínútur en áður hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma í leik í lok október. Mínúturnar í dag voru því kærkomnar fyrir Alfreð sem var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2010.

Lokeren er í tíunda sæti deildarinnar með nítján stig eftir sautján umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×