Fótbolti

Anelka á leiðinni til Kína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anelka er á leiðinni frá Chelsea.
Anelka er á leiðinni frá Chelsea. Mynd. / Getty Images
Kínverska félagið Shanghai Shenhua hafa gefið það út að liðið hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á framherjanum Nicolas Anelka.

Greint var frá því í síðustu viku að leikmaðurinn vilji ólmur yfirgefa Chelsea, en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila á þessu tímabili og er greinilega ekki í framtíðaráformum Andre-Villas Boas, knattspyrnustjóra liðsins.

Anelka æfir til að mynda ekki einu sinni með aðalliði Chelsea þessa daganna og er hreinlega á förum frá félaginu í næsta mánuði.

„Félögin hafa náð samkomulagi um öll smáatriði og nú á leikmaðurinn aðeins eftir að skrifa undir,“ sagði Ma Yue talsmaður Shanghai Shenhua.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×