Fótbolti

Eggert hafnar tilboði - á förum frá Hearts

Eggert í leik gegn Rangers.
Eggert í leik gegn Rangers.
Eggert Gunnþór Jónsson hefur hafnað nýju samningstilboði frá Hearts og umboðsmaður hans segir ekki koma til greina að framlengja við skoska félagið.

"Það er algerlega glórulaust fyrir Eggert að skrifa undir nýjan samning við félagið eins og staðan er núna," sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Eggerts, við The Sun í Skotlandi.

Dráttur hefur verið á launagreiðslum til leikmanna og staða félagsins virkar ekki góð.

"Við vonuðumst eftir því að málið myndi leysast en staðan hefur bara versnað. Við erum því að líta í kringum okkur. Eggert er landsliðsmaður og það eru félag á Englandi og víðar í Evrópu að fylgjast með."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×