Fótbolti

Rijkaard orðaður við PSG

Rijkaard ásamt Edwin van der Sar í góðgerðarleik þess síðarnefnda.
Rijkaard ásamt Edwin van der Sar í góðgerðarleik þess síðarnefnda.
Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, er á meðal þeirra sem koma til greina sem þjálfari hins nýríka liðs PSG í Frakklandi. Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum.

Núverandi þjálfari er Antoine Kombouare og er íþróttastjórinn, Leonardo, ekki nógu ánægður með hann sem þjálfara.

Rijkaard er landsliðsþjálfari hjá Sádi Arabíu þessa dagana.

Fleiri stórþjálfarar hafa verið orðaðir við starfið og má þar nefna menn eins og Carlo Ancelotti og Rafa Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×