Enski boltinn

Chelsea íhugar að gera tilboð í Higuain

Chelsea hefur sem fyrr mikinn áhuga á argentínska framherjanum Gonzalo Higuain hjá Real Madrid og íhugar nú að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

Chelsea fer að vanta framherja þar sem Nicolas Anelka er á leið til Kína og svo gæti Torres einnig yfirgefið herbúðir félagsins í janúar. Svo er Didier Drogba á leið í Afríkukeppnina í janúar.

Chelsea hefur lengi haft augastað á Higuain sem ku vera ósáttur við þann spiltíma sem hann fær hjá Madrid í vetur.

Tilboð upp á 30 milljónir punda gæti dugað til þess að fá leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×