Vilja draga ákæru gegn Geir til baka Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. desember 2011 18:30 Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara Alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. Alþingismenn ræddu málið í hverju horni þinghússins í dag en það hefur skapað mikinn titring innan flestra þingflokka. Í þingsályktunartillögunni felst að Alþingi skori á saksóknara Alþingis, sem rekur málið gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi, að láta málið niður falla. Formlega getur þingið ekki dregið ákæruna til baka og því er tillagan með þeim hætti að skorað verði á saksóknara að gera það. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu en óvíst er hvort þingmenn úr öðrum flokkum muni jafnframt mæla fyrir því. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ákveðnir þingmenn innan stjórnarflokkana sýnt því áhuga að flytja málið en aðrir telja það óæskilegt. Þetta hefur því verið eitt helsta þrætuepli þingmannana í dag. Sjálfstæðismenn telja meirihluta vera fyrir þingsályktunartillögunni í þinginu. Sumir þingmenn annarra flokka eru jafnframt sammála því. Þingflokkur vinstri grænna fundar nú klukkan sjö, en ætla má að þar verði rætt hvort einhverjir þingmenn flokksins mæli fyrir þingsályktunartillögunni. Þingflokkur Samfylkingar hefur þegar fundað einu sinni í dag en hlé verður gert á störfum þingsins klukkan sjö. Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hefur þó ekki verið boðaður þá. Ef svo fer að þingmenn flestra flokka leggi tillöguna fram í sameiningu, má ætla að hún verði lög fyrir þingið á morgun. Hins vegar ef einungis sjálfstæðismenn leggja tillöguna fram er óvíst hvenær hún verði lögð fyrir þingið. Landsdómur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara Alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. Alþingismenn ræddu málið í hverju horni þinghússins í dag en það hefur skapað mikinn titring innan flestra þingflokka. Í þingsályktunartillögunni felst að Alþingi skori á saksóknara Alþingis, sem rekur málið gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi, að láta málið niður falla. Formlega getur þingið ekki dregið ákæruna til baka og því er tillagan með þeim hætti að skorað verði á saksóknara að gera það. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu en óvíst er hvort þingmenn úr öðrum flokkum muni jafnframt mæla fyrir því. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ákveðnir þingmenn innan stjórnarflokkana sýnt því áhuga að flytja málið en aðrir telja það óæskilegt. Þetta hefur því verið eitt helsta þrætuepli þingmannana í dag. Sjálfstæðismenn telja meirihluta vera fyrir þingsályktunartillögunni í þinginu. Sumir þingmenn annarra flokka eru jafnframt sammála því. Þingflokkur vinstri grænna fundar nú klukkan sjö, en ætla má að þar verði rætt hvort einhverjir þingmenn flokksins mæli fyrir þingsályktunartillögunni. Þingflokkur Samfylkingar hefur þegar fundað einu sinni í dag en hlé verður gert á störfum þingsins klukkan sjö. Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hefur þó ekki verið boðaður þá. Ef svo fer að þingmenn flestra flokka leggi tillöguna fram í sameiningu, má ætla að hún verði lög fyrir þingið á morgun. Hins vegar ef einungis sjálfstæðismenn leggja tillöguna fram er óvíst hvenær hún verði lögð fyrir þingið.
Landsdómur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira