Enski boltinn

Redknapp steytti hnefann í átt að stuðningsmönnum Shamrock

Harry Redknapp, stjóra Spurs, gæti verið refsað af UEFA eftir að hann steytti hnefann í átt að stuðningsmönnum Shamrock Rovers í leik liðanna í Evrópudeildinni í gær.

Spurs rúllaði yfir Shamrock, 4-0, en komst samt ekki áfram í keppninni. Stuðningsmennirnir höfðu gert Redknapp lífið leitt allan leikinn með níðsöngvum.

"Þetta var ekkert dónaleg kveðja. Alls ekki," sagði Redknapp eftir leik en hann vildi sem minnst gera úr atvikinu.

"Þetta er yndislegt fólk hérna en þegar það kemur saman á völlinn þá syngur það oft tóma vitleysu. Ég er ekkert sár yfir þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×