Enski boltinn

Donovan kemur til Everton í janúar

Everton fær fínan liðsstyrk eftir áramót en Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan hefur samþykkt að spila með liðinu á nýjan leik.

Rétt eins og árið 2010 kemur hann að láni frá LA Galaxy. Síðast lék hann tíu leiki með liðinu og stóð sig afar vel. Everton vildi líka fá hann í fyrra en þá gengu hlutirnir ekki upp.

"Það er frábært að fá Landon aftur. Hann kemur með gæði og reynslu inn í liðið. Vonandi stendur hann sig jafn vel og síðast," sagði David Moyes, stjóri Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×