Enski boltinn

Maldini: Bale kann ekki að verjast

Bale sló í gegn á Ítalíu er hann lék sér að Inter.
Bale sló í gegn á Ítalíu er hann lék sér að Inter.
Ítalska goðsögnin Paolo Maldini er ekki sammála Harry Redknapp, stjóra Spurs, um að  Gareth Bale geti orðið góður bakvörður síðar meir.

Nútímabakverðir eru afar sóknarþenkjandi og Redknapp segir að Bale geti orðið þannig bakvörður rétt eins og Dani Alves og Marcelo.

"Bale kann bara að sækja en ekki að verjast. Þess vegna hentar bakvarðarstaðan honum ekki. Sá sem gerir þetta best í heiminum í dag er Marcelo hjá Real Madrid," sagði Maldini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×