Innlent

Syngjum saman!

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni hefur verið ákveðið að leika þrjú íslensk lög samtímis á öllum útvarpsstöðvum landsins. Fyrsta lagið fer í loftið klukkan 11:15.

Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Lögin eru: Stingum af með Mugison, Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta séð þá hér eða hér.



Og hér er hægt að hlusta á lögin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×