Enski boltinn

Carragher: Við erum búnir að missa okkar besta leikmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Leiva liggur hér í grasinu eftir að hann sleit krossband á móti Chelsea.
Lucas Leiva liggur hér í grasinu eftir að hann sleit krossband á móti Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jamie Carragher hefur tjáð sig um meiðsli Brasilímannsins Lucas sem sleit krossband í vikunni og verður ekkert meira með Liverpool-liðinu á tímabilinu.

Lucas hefur spilað mjög vel á þessu tímabili og er gríðarlega mikilvægi brimbrjótur á miðju Liverpool-liðsins. Carragher segir missinn vera mikinn.

„Hann er að mínu mati búinn að vera okkar besti leikmaður undanfarna 18 mánuði," sagði Jamie Carragher.

„Luis Suarez hefur stimplað sig inn og gert frábæra hluti fyrir félagið en Lucas hefur ekki verið síðri. Það er enginn búinn að vera betri en hann hjá okkur á þessu tímabili," sagði Carragher.

Liverpool keypti Lucaa frá Gremio fyrir fimm milljónir punda sumarið 2007 og það voru miklar væntingar gerðar til Brasilíumannsins.

„Hann er toppleikmaður og hann lét ekki ósanngjarna gagnrýni brjóta sig niður. Hann hélt bara áfram og hefur spilað nær alla leiki okkar. Hann lætur líka aldrei einhver högg og smámeiðsli stoppa sig og reynir alltaf að gera sitt besta fyrir okkur," sagði Carragher.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×