Enski boltinn

Lampard, Terry, Gerrard og Rooney fá allir sína hellu á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sjö leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu verða heiðraðir sérstaklega á næstunni því allir leikmenn liðsins í dag sem hafa náð að spila 50 landsleiki fá sína hellu fyrir utan Wembley-leikvanginn.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Frank Lampard, John Terry, Steven Gerrard, Wayne Rooney, Ashley Cole, Rio Ferdinand og Gareth Barry.

Forráðamenn Wembley eru að taka umhverfi leikvangsins í gegn og ætla að láta útbúa svokallaðan Wembley Way. Þar verða umræddar hellur en jafnframt getur hver sem er keypt sína hellu með sínum einkaskilaboðum.

„Wembley er sérstakur staður og ég er mjög stoltur af því að hella merkt mér verður þarna til framtíðar við hlið marga frábæra fótboltamanna," sagði Frank Lampard.

Hellurnar koma í ýmsum stærðum, allt frá 200 x 100 millimetrum til 600 x 200 millimetra og kosta þær á bilinu 50 til 495 pund eða frá 9 til 93 þúsund íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×