Markasúpa í enska boltanum í dag - Yakubu með fernu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2011 00:01 Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þremur þeirra lauk nú fyrir stundu. Gríðarlega mörg mörk litu dagsins ljóst og menn vel með á nótunum. Tottenham tók á móti Bolton á White Hart Lane í Lundúnum og sigruðu heimamenn 3-0. Gareth Bale kom heimamönnum yfir strax á upphafsmínútum leiksins þegar hann smellti boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Luka Modrid. Aðeins tíu mínútum síðar fékk Gary Cahill, leikmaður Bolton, rautt spjald fyrir heldur gróft brot og gestirnir því einum færri út leikinn. Eftir aðeins nokkra mínútna leik í síðari hálfleik dró aftur til tíðinda þegar heimamenn gerðu sitt annað mark í leiknum. Aaron Lennon skoraði fínt mark eftir stoðsendingu frá Jermain Defoe. Jermain Defoe kom síðan Tottenham í 3-0 tíu mínútum síðar. Tottenham komst í annað sæti deildarinnar með sigrinum, en liðið hefur 31 stig. Manchester United getur aftur á móti komist upp fyrir þá síðar í kvöld. Wigan tók á móti Arsenal á DW vellinum í Wigan. Mikel Arteta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal, en markið kom eftir tæplega hálftíma leik. Thomas Vermaelen kom Arsenal tveimur mörkum yfir aðeins mínútu síðar og Arsenal fór því í leikhlé með vænlega stöðu. Gervinho skoraði þriðja mark Arsenal í upphafi síðari hálfleiks. Síðan var komið að markamaskínu skyttnanna Robin van Persie að skora en hann gerði fjórða mark Arsenal tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig, en Bolton er í næstneðsta sætinu með aðeins níu stig. Skelfilega staða hjá Bolton. Blackburn tók á móti Swansea á Ewood Park, heimavelli Blackburn, en heimamenn tóku forystuna eftir tuttugu mínútna leik þegar Aiyegbeni Yakubu skoraði. Leroy Lita jafnaði síðan metin fyrir Swansea rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og skoruðu heimamenn tvö mörk á stuttum tíma og breyttu stöðunni í 3-1 fyrir Blackburn. Það var enginn annar en Aiyegbeni Yakubu sem gerði bæði mörkin fyrir Blackburn og hafði fullkomnað þrennuna þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Luke Moore náði að minnka muninn fyrir Swansea á ný þegar hann skoraði rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Yakubu skoraði sitt fjórða mark tíu mínútum síðar og fullkomnaði fernuna, en markið gerði hann úr vítaspyrnu. Blackburn lyfti sér upp fyrir Bolton í 18. sætið með sigrinum í dag en stigin þrjú gefa félaginu örlitla von um að halda sér uppi.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Úrslit dagsins: 12:45: Newcastle - Chelsea 0-3 15:00: Blackburn - Swansea City 4-2 15:00: Manchester City - Norwich City 5-1 15:00: Queens Park Rangers - West Bromwich 1-1 15:00: Tottenham - Bolton 3-0 15:00: Wigan - Arsenal 0-4 17:30: Aston Villa - Manchester United (Sport 2 & HD) Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þremur þeirra lauk nú fyrir stundu. Gríðarlega mörg mörk litu dagsins ljóst og menn vel með á nótunum. Tottenham tók á móti Bolton á White Hart Lane í Lundúnum og sigruðu heimamenn 3-0. Gareth Bale kom heimamönnum yfir strax á upphafsmínútum leiksins þegar hann smellti boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Luka Modrid. Aðeins tíu mínútum síðar fékk Gary Cahill, leikmaður Bolton, rautt spjald fyrir heldur gróft brot og gestirnir því einum færri út leikinn. Eftir aðeins nokkra mínútna leik í síðari hálfleik dró aftur til tíðinda þegar heimamenn gerðu sitt annað mark í leiknum. Aaron Lennon skoraði fínt mark eftir stoðsendingu frá Jermain Defoe. Jermain Defoe kom síðan Tottenham í 3-0 tíu mínútum síðar. Tottenham komst í annað sæti deildarinnar með sigrinum, en liðið hefur 31 stig. Manchester United getur aftur á móti komist upp fyrir þá síðar í kvöld. Wigan tók á móti Arsenal á DW vellinum í Wigan. Mikel Arteta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal, en markið kom eftir tæplega hálftíma leik. Thomas Vermaelen kom Arsenal tveimur mörkum yfir aðeins mínútu síðar og Arsenal fór því í leikhlé með vænlega stöðu. Gervinho skoraði þriðja mark Arsenal í upphafi síðari hálfleiks. Síðan var komið að markamaskínu skyttnanna Robin van Persie að skora en hann gerði fjórða mark Arsenal tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig, en Bolton er í næstneðsta sætinu með aðeins níu stig. Skelfilega staða hjá Bolton. Blackburn tók á móti Swansea á Ewood Park, heimavelli Blackburn, en heimamenn tóku forystuna eftir tuttugu mínútna leik þegar Aiyegbeni Yakubu skoraði. Leroy Lita jafnaði síðan metin fyrir Swansea rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og skoruðu heimamenn tvö mörk á stuttum tíma og breyttu stöðunni í 3-1 fyrir Blackburn. Það var enginn annar en Aiyegbeni Yakubu sem gerði bæði mörkin fyrir Blackburn og hafði fullkomnað þrennuna þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Luke Moore náði að minnka muninn fyrir Swansea á ný þegar hann skoraði rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Yakubu skoraði sitt fjórða mark tíu mínútum síðar og fullkomnaði fernuna, en markið gerði hann úr vítaspyrnu. Blackburn lyfti sér upp fyrir Bolton í 18. sætið með sigrinum í dag en stigin þrjú gefa félaginu örlitla von um að halda sér uppi.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Úrslit dagsins: 12:45: Newcastle - Chelsea 0-3 15:00: Blackburn - Swansea City 4-2 15:00: Manchester City - Norwich City 5-1 15:00: Queens Park Rangers - West Bromwich 1-1 15:00: Tottenham - Bolton 3-0 15:00: Wigan - Arsenal 0-4 17:30: Aston Villa - Manchester United (Sport 2 & HD)
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira