Fótbolti

Leik hætt í skosku úrvalsdeildinni vegna eldsvoða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Leikur Motherwell og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í kvöld var blásinn af í hálfleik þar sem eldsvoði hafði brotist út í flóðljósakerfi vallarins.

Staðan var þá 1-0 fyrir Hibernian en U-21 landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á meðal varmanna Hibs.

Þetta var aðeins í annað skiptið sem spilað er á föstudagskvöldi í skosku úrvalsdeildinni á tímabilinu en um tilraunaverkefni er að ræða hjá Skotunum.

Hibernian er í níunda sæti deildarinnar með sautján stig en Motherwell í því þriðja með 30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×